Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 51
IÐUNN
„Með tímans straumi".
257
lagvís og sönghneigður og dáði mjög slaghörpuleik
konunnar sinnar, og á þeirri braut keyrði hún hann
áfram allar götur frá „Hvað er svo glatt“, — unz hún
lyfti smám saman skilningi hans á hvítum vængjum
tónanna upp í meiri háttar hljómkviður. — Jú, vissu-
lega leit hann, að verðleikum, upp til hennar. En honum
var varnað lofnarhitans eða þessa sterka, funandi faðm-
lags, sem konan þráir. A hinn bóginn var þó eðli hans
réttrar stefnu, og með því að hann var hraustur maður
og óspiltur, þá spjaraði hann sig. —
En hvað huldist eða hreyfði sér í hugardjúpum frú
Sólveigar? Var þrám hennar virkilega fullnægt? Um það
verður ekkert sagt, því „einn er hver sér of sefa“. En
stundum var sem ástúðarljóminn í hinum tindrandi aug-
vm væri blandinn eimi undrunar, stundum var, með öðr-
um orðum, sem lesa mætti í svip hennar og brosi þá
leyndu hugð, að hún gæti naumast öðru trúað en að með
þessum hávaxna, föngulega manni byggi meira dáðrekki,
meiri hiti, meira fjör og kraftur, heldur en enn hafði
komið í ljós; — það hlyti að eins að stafa af einhverri
barnslegri og broslegri hæversku eða óframfærni, að
krafturinn brauzt ekki fram í allri sinni dýrð. Þeim, sem
henni voru kunnugastir, fanst sem ást hennar og þrá
mundi stöðugt vænta slíkrar opinberunar.
En stundum kom það þó fyrir, til dæmis yfir borðum,
að frúin klipti skyndilega sundur þessar undur hvers-
dagslegu samræður, sem sniðnar voru við hæfi hans.
Og þá hnyklaði hún ósjálfrátt brýrnar og horfði þögul
út í einhvern óendanlegan draumfjarska; og hún var,
ef til vill, aldrei tígulegri en þá. En hvað sá hún, hvað
dreymdi hana? — Óvíst er það. En ugglaust hefðu
margir getað fallist á, að henni hefði hæft eitthvað, sem
var annars háttar, — væri hún um það að hugsa, —
IÐUNN XIX 17