Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 37
IÐUNN
Kosningarnar í Svíþjóð.
243
Fyrst er þess a'o gæta, að hér er stefnt að stöðugri og
áframhaldandi aukningu á byggingu húsakynna fyrir al-
menning og þar með stöÖugri aukningu á auÖi og verÖ-
mætum. Ef verðfall yrÖi á heimamarkaÖinum og útflutn-
ingur Svía minka'ði, þá mundu þeir snúast við þeim tíð-
indum með því að auka enn fjárframlög til bygginga og
fyrirbyggja á þann hátt verulegan atvinnusamdrátt.
Þá kemur það næst, að með þessari aðferð er verið
að jafna tekjum milli borgaranna í landinu, þar sem hús-
næði þeirra, sem lakasta hefðu aðstöðuna, væri greitt
með sköttum þeirra, sem tekjurnar hafa mestar; en
einmitt með því að jafna tekjur manna sem mest, er
mest trygging fengin fyrir því, að framleiðsla og kaup-
máttur haldist sem jafnast í hendur.
Þessi stjórnarstefna er því í beinu samræmi við grund-
vallaratriði sósíalismans: að framleitt sé beint í því skyni
að fullnægja mannlegum þörfum, og að framleiðslan sé
aukin fyrir þá, sem hafa hennar þörf. Og þetta er gert
á hinn friðsamlegasta og ákjósanlegasta hátt. Enginn
setur þetta í samband við neinar byltingar og því síður
blóðsúthellingar. ,,En þetta er“, segir prófessor Myrdal,
,,hin gamla konungshugsun sósíalismans, að atvinnulífi
þjóðfélagsins verði breytt í ráðsmensku fyrir þarfir
inanna, þar sem framleiðslan sé beint sett í þjónustu
mannlegra nauðsynja“.
Mér hefir orðið svo margrætt um þetta húsnæðismál
vegna þess, að það lýsir flestu betur hugsunarhætti
stjórnarinnar í Svíþjóð. En vitaskuld er þetta ekki nema
einn þáttur í stefnuskrá hennar. En svo drepið sé á fleiri
atriði, þá skal þess minnst, sem snýr t. d. að skógar-
höggsmönnum og að landbúnaðinum. Frá því hefir þeg-
ar verið sagt um hið síðarnefnda, að sá atvinnuvegur
hefir haft stórkostlegan hag af ráðstöfunum stjórnar-