Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 119
IÐUNN
Rómantík nútímans.
325
ar hlekki sína sem vopn á hana. Einstaklingurinn finn-
ur til þess æ meir, að þjóðfélagið er honum fangelsi.
Ekki einast fyrir þá sök, að þjóðfélagið leggur í fjötra
frumrænar hvatir mannsins og gerir úr honum eins kon-
ar gelding eða hvatalausa og viljalausa veru — ekki
heldur vegna þess fyrst og fremst, að persónuleikinn
þurkist út af hinu sigrandi lýðræði, heldur af því, öllu
öðru fremur, að maðurinn finnur sig einangraðan, van-
máttugan og án fullnægingar í starfi sínu. Það, sem
hann þráir, er frjálsborin, heilhuga þátttaka í störfum
samfélagsins, öryggi um það, að strit hans verði til upp-
byggingar, en ekki niðurrifs — að þegar hann slítur sér
út, eigi hann það þó að minsta kosti víst, að það beri
einhvern árangur lífinu til .eflingar og mannkyninu til
heilla.
Með sívaxandi hraða hafa vísindi og tækni umskap-
að vor ytri lífsskilyrði, en sjálfir höfum vér orðið aftur
úr og erum nú, nauðugir viljugir, togaðir áfram af eim-
reið þróunarinnar. Vér ráðum ekki lengur við fram-
leiðslutæki vor. Það eru þau, sem ráða yfir oss. Frá
sjúkrahúsunum heyrum vér, að sjúklingarnir berjast ekki
lengur við hin trúarlegu máttarvöld í hitasóttarórum sín-
um, heldur við vélarnar. Var það óumflýjanlegt, að vél-
in yrði manninum illvættur? Sá möguleiki einn, að hin
máttugu tæki, sem maðurinn hefir gert sér til þess að
halda við lífinu og samfélaginu: vélarnar, verksmiðj-
urnar — sá möguleiki, að þessi tæki geta, hvenær sem
er, snúist í höndum hans til eyðingar og tortímingar,
ætti að vera manninum alvarleg aðvörun.
Ekkert annað en nýjar, frjálsbornar aðferðir sam-
starfs að framleiðslu og til viðhalds mannlegu samfé-
lagi getur bjargað menningunni eins og nú er komið. Þá
fyrst, er einstaklingurinn gengur upp í samfélagsheild-