Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 151
IÐUNN
Eva.
357
svona alveg upp úr þuru. Bara að hún dytti nú, hugsaði
eg, eða festi sig eða einhver skollinn kæmi fyrir, sem
gæfi mér ástæðu til að vera ofurlítið nærgöngulli. En
það var nú síður en svo, að mér yrði að þeirri ósk, því
hún var fult svo lipur sem eg að klifra yfir stórgrýtið
og fóta sig í þanghálli fjörunni.
Hvort hún hefir lesið hugsanir mínar með sínum
hraðglettnu augum eða fundið það á sér svona bara ein-
hvern veginn, hvað mér leið, það má guð vita, en nokk-
uð var það, að alt í einu nemur hún staðar hjá kletti,
sem varð á leið okkar: „Heyrðu! þú ert að missa kraga-
nálina þína; eg skal laga hana fyrir þig“. Og um leið
rétti hún hendurnar upp að hálsi mér. Þarna fékk eg
tækifærið, og eg var nógu skynsamur til þess að nota
það.------------
„Sona, sona, þetta er nú víst nóg í einu“, mælti hún
hlæjandi og smaug liðlega úr faðmi mínum. „Þá held eg
nú að nálin þín sé föst og engin hætta á að hún týnist“.
Hún hló svo dátt og kankvíslega, að eg skildi þegar, að
hún hafði leikið á mig og roðnaði út undir eyru. „Uss!
uss! elsku góði! Ég ætlaði ekki að vera slæm, eg skal
þá kyssa þig aftur, af því þú ert svo mikið stórt og
elskulegt barn“.
„Þarftu að stanza lengi þarna úti í þorpinu?“ „Lík-
lega svona tvo tíma“. „Hvar get eg þá hitt þig aftur?“
„Ja, það veit eg svei mér ekki, ætli annars það verði
ekki bezt hérna, þessi klettur er auðþektur”. „Eg ætla
þá ekki Iengra“. „Nú, hvert ætlarðu?“ „Ekki neitt, eg
ætla bara að bíða þín hérna". „í tvo tíma?“ „Þó þú
vildir í tvö ár“. „Bull! En jæja þá, þú um það. Bless“.
Og hún hélt út grýtta fjöruna, fótlipur eins og sendl-
ingur í brimi.