Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 26
232
Útsær Einars Benediktssonar.
IÐUNN
lagsins. I þeim á öll fríhyggjan upptök sín, öll aðgrein-
ingin milli efnis og anda, milli veruleika og hugmynd-
ar, þ. e. allar andstæðurnar, sem þjá líf Einars Bene-
diktssonar. Hvor stétt á sín sjónarmið, sínar kenningar,
sinn hugmyndaheim. Þessar andstæður, sem eiga upp-
tök sín í stéttaskifting þjóðfélagsins, eru það, sem svo
djúpt eru greyptar í Iíf og vitund skáldsins, að þær
verða lögmál fyrir sjón þess á öllum hlutum. Þessar and-
stæður tímanna eru grundvöllur þeirra andstæðna, sem
eru dýpstu lögmálin í bygging hverrar hendingar í ljóð-
um Einars Benediktssonar. Svo djúpt lifði hann samtíð
sína, að grundvallarlögmál hennar urðu grundvallarlög-
málin í lífi hans og Ijóðum. Sál hans rúmaði andstæður
tímans. Þar rísa öndverðar og vegast á hinar sterkustu
andstæður í veruleika og hugmynd. Þá opnast okkur
nýr og víðari skilningur á kvæðinu Utsær, er við lítum
á það sem mynd samtímans: voldugt, máttugt, rólegt
og kalt yfirbragð, en undir niðri snörpustu átök, kvik-
asta líf og dýpstu andstæður. Og þó er kvæðið ekki
einungis mynd samtímans, heldur samtímans og skálds-
ins. Þar koma enn fram ný lögmál andstæðna og ein-
ingar í hinu örlagaríka sambandi skáldsins við samtíð
sína. Einar Benediktsson hefir dæmzt til þess að verða
túlkur þeirra andstæðna samtímans, sem hann alt sitt
líf hefir þráð að sætta. Hann flækist í mótsögnum, en
alt líf hans hrópar á eining og samræmi. Örlög hans
verða þjáning. Og því lengra sem líður á líf hans, því
lengra sem leið hans liggur frá veruleik til hugmyndar,
því óleysanlegri verða andstæðurnar, því fjær verður
ráðning þeirra, því harmfyllra líf skáldsins. Hið volduga
kvæði, Otsær, svo sterkt í andstæðum sínum, svo kalt
á svip, svo máttugt í máli, á sér annan grunntón, ef
djúpt er hlerað: sársaukafulla þrá skáldsins eftir sátt