Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 22
228
Útsær Einars Benediktssonar.
IÐUNN
andanum. En andstæðurnar sameinast ekki, fremur en
vatn og olía, hvernig sem skáldið reynir að binda þær.
Þær verða alt af eins og aðgreind lög í kvæðum Einars.
Það er nauðsynlegt að átta sig vel á þessum aðgrein-
ingi til þess að villast ekki í kvæðinu.
Til þess að geta skilið kvæðið sem heild
Kvœ'Si'S og | . , I / ✓ i * *y
Rkáldi^ og Pau sJonarmio» sem oua 1 PV1* verour
maður að gera sér grein fyrir sambandi
þess og skáldsins. Við sáum, að lögmál andstæðna og
einingar í kvæðinu voru jafnframt lögmál fyrir sjón
skáldsins. En hvað kemur skáldinu til að sjá alt í sterk-
um andstæðum og þrá eininguna svo ákaflega? Ekkert
annað en það, að andstæðurnar búa í sjálfu lífi þess.
Líf skáldsins er þanið milli andstæðna, og þessar and-
stæður vekja því þjáningu. Þess vegna er einingin þrá
þess. Andstæðurnar eru þannig staðreynd í lífi skálds-
ins, en einingin er lífsnauðsyn þess til að losna við þján-
inguna, er andstæðunum fylgir. En þessa einingu getur
skáldið aldrei fundið, það verður hlutskifti þess að
þjást milli andstæðna, og jafnframt verða það örlög
þess að sjá alla hluti í myndum þessara staðreynda, sem
svo djúpt eru greyptar í líf þess. í ljósi þessara stað-
reynda í lífi skáldsins fæst nýr skilningur á kvæðinu, og
allur búningur þess og umgerð skýrist. Utsær er í raun-
inni ekki lýsing á hafi, heldur minning skáldsins um
hafið. Upphaf og endir kvæðisins er hin persónulega
minning: „Til þín er mín heimþrá“, byrjar kvæðið, og
það endar svona:
... alt það, sem hjúpur þíns hafborðs gerir að einu,
hnígur að minni sál, eins og ógi-ynnis bylgja.
Eins er minningin ofin inn í kvæðið: „eg man þig um
dægur . . . eins minnist eg löngum“ o. s. frv. Þessi bún-