Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 44
250
„Með tímans sti'aumi".
IÐUNN
um í hamrana, þá ætti hún því að eins afturkvæmt til
mannheima, að henni mætti auðnast að miðla álfinum
hluta af sál sinni, því a‘ð öðrum kosti mundi hún deyja í
hinum dimmu björgum. En hún treysti ást sinni, unga
stúlkan, og hún sté í hamarinn með þeim, sem hún þráði.
Og sjá! Ast hennar reyndist þetta heit og heil, að henni
auðnaðist það, sem engum hefir tekist áður né síðar,
auðnaðist að gæða álfinn sál og gera hann þann veg
færan þess að búa með mönnum. — Og ekki þarf að
orðlengja niðurlagið, þau stigu bæði heil úr hömrunum.
Hjónaband þeirra varð stök fyrirmynd, og álfurinn gerð-
ist hinn nýtasti maður og héraðshöfðingi. Mælt er, að
sumir kunnustu menn eins ónefnds bygðarlags hér á
landi eigi ætt sína að rekja til þessara hjóna. —
Þú fyrirgefur, frændkona, en þessi helgisaga ástar-
innar kom mér í hug nú, er þú hverfur okkur inn í hamra
hjúskaparins, okkur, sem, sumir hverjir, áttum ef til vill
stóra drauma, en vorum að eins ekki nógu heppnir eða
hamingjusamir til þess að þeir fengju að rætast. Við vit-
um, að þú kemur heil úr hamrinum, enda hlutverk þitt
ólíkt auðveldara en stúlkunnar í þjóðsögunni. En við
vitum líka, sem þekkjum þig bezt, að enda þótt herra
Jón Sæmundsson, — sem eg hefi því miður ekki átt
kost á að kynnast, enn sem komið er — enda þótt hann
þurfi að sjálfsögðu ekki að halda á neinni spildu af sá!
þinni í bókstaflegum skilningi, þá vitum við það, að
hann muni engu tapa, heldur auðgast ósegjanlega í hinni
björtu framtíð, sem bíður hans. Skál brúðhjónanna! “
Ræðumaðurinn klöknaði ofurlítið í síðustu setning-
unum, og þetta bjargaði honum á vissan hátt. Augu brúð-
arinnar höfðu sem sé skotið gneistum hins heita móðs
undir þessari nærgöngulu ræðu. En með því að henni
gat ekki betur sýnst en að tvö tár rúlluðu niður kinnar