Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 174
380
Bækur.
IÐUNN
eilífi veruleiki. En það er ekki hægt að lýsa honum, hver og
einn verður að finna hann sjálfur“. (Bls. 4).
„Eg segi að það sé hægt að lifa lífinu í samræmi, með því
að mæta sérhverri reynslu og athöfn fullkomlega, með ó-
skiftum huga og með hjarta, sem ekki glímir við skynsemina.
í þessu felast gnægðir, auðæfi og guðmóður lífsins, og frá
mínu sjónarmiði er þetta það, sem varir, sjálf eilífðin“.
(Bls. 9).
,,Eg þekki marga, sem hafa daglega um hönd iðkanir eft-
ir fyrirmyndum, en þeir visna að eins stöðugt meira og meira
af því þeir gera ekki annað en líkja eftir, reyna að nálgast
fyrirmyndina. Þeir hafa losað sig við einn fræðara til þess
eins að fylgja öðrum, þeir hafa eingöngu flutt sig úr einum
fangaklefanum í annan“. (Bls. 15).
„Þegar gáfur eru þroskaðar í einhverja vissa átt, alveg
fráskildar tilfinningu, geta þær orðið mjög sterkar, en það
er alt annað en vitsmunir, því sannir vitsmunir eru jafn-
sterkir á sviði tilfinninga og hugsunar". (Bls. 30).
„En sannleikurinn, Guð, býr hvorki í þjónustu, elsku, til-
beiðslu né bænum, heldur í framkvæmd alls þessa. Skiljið
þér þetta?“ (Bls. 48).
„í þessu sniði er alt vort líf. Vér erum hræddir við að
lifa. Athafnir vorar eru knúðar fram og vér störfum vegna
þess, sem verkið getur gefið af sér. Bænir yðar eru af sömu
rótum runnar“. (Bls. 49).
„En sanna bæn tel eg vera: athöfn með vakandi áhuga
fyrir lífinu“. (Bls. 51).
„Vizkan fæst ekki fyrir gæzlu annars, með eftirbreytni
né fyrir lestur bólca. Vizka lærist ekki af öðrum, en það er
það, sem þér eruð alt af að reyna. Svo segið þér: „Gættu
min, hjálpaðu mér, frelsaðu mig“. En eg segi: Varið yður á
þeim manni, sem hjálpar yður og frelsar.
Vegurinn er ekki austræn heimspeki, ekki flótti frá lífinu
út í einveru skóganna, þvert á móti, vegurinn er sú athöfn,
sem fylgir vakandi lífi, fylgir því að fá fullkomna vitund
um sára sorg og djúpa gleði“. (Bls. 73).
Ingibjörg Benediktsdóttir.