Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 76
282
Maxim Gorki.
IÐUNN
um og dreifðist þannig í miljónaupplögum um allan
hinn mentaða heim. Um þessa bók hafa borgaralegir
gagnrýnendur nær því einum rómi felt þann dóm, að
hún sé ósönn, kreddukend og fjarlæg veruleikanum.
Þessa bók skrifaði Gorki byltingarárið 1905, og þa'5 er
í sjálfu sér nægileg skýring á því, að bókin er áróðurs-
rit, þar sem andstæðurnar eru skarpt markaðar. En af
þessu verður einnig ljóst, hve djúpstæð ítök viðfangs-
efni og kröfur rússneska verkalýðsins áttu í höfundinum,
hvernig rit hans endurspegla hvert stig raunaferils ör-
eiganna, alt til þeirra tíma, er hann nú í elli sinni stendur
sem táknrænn fulltrúi menningarvitundar hins unga ör-
eigaríkis út á við. Og við þetta má bæta því, að öreig-
arnir hafa alt af haft aðra skoðun á bókmentagildi þess-
arar sögu en borgaralegir ritskýrendur. Bókmenta-
smekkurinn er á vorum dögum í hæsta máta stéttbund-
inn. í opnu bréfi til Gorkis, undirrituðu af heilum hóp
verkamanna, karla og kvenna, segir á þessa leið: „Með
gleði og hrifningu heilsum vér bók yðar, Móðirin. Það er
oss sérstök ánægja, að geta bent á þá staðreynd, að
einmitt þér urðuð til þess að skrifa hana — þér, sem
hafið sjálfur verið verkamaður, en hafið nú gerst söngv-
ari lífsþroskans og lífsgleðinnar — ekki kúldaðs og
vænglama dultrúarlífs, heldur veruleikans í víðasta skiln-
ingi, veruleikans, sem felur í faðmi sér hið minsta gras-
strá við veginn jafnt og ómælisgeim hnattanna“.
Næstu skáldsögur Gorkis, „Yfirbót“ (1908) og „Sum-
ar“ (1910), vöktu á ný athygli frjálslyndra borgara og
ritdómara, ef til vill mest fyrir þá sök, að höfuðpersón-
an í þeim sameinar sósíalistiskt innræti og trúarlegan
eldmóð og skapar sér — smíðar sér, getum vér sagt —
eins konar guð sem táknmynd sinna félagslegu hugsjóna
og baráttunnar fyrir þeim. í blöðum öreiganna varð nú