Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 55
IÐUNN
„Með tímans straumi".
261
Veigu sé vandaður. — Vandaður! Eg skal segja þér,
Jóhanna mín góð, að það, út af fyrir sig, er algerlega
gagnslaust nú á tfmum. — Meðan menn eru í blóma
lífsins, sjáðu, meðan menn eru ögn að koma undir sig
fótunum, á eg við, getur oft verið öldungis óhjákvæmi-
legt að láta stíga dálítið liðugt annað veifið, ef svo mætti
segja, — sé einhver töggur í hlutaðeiganda, — að öðr-
um kosti situr maður fastur í sama farinu alt sitt líf. —
Vaxandi kröfur, eins og gengur, með vaxandi menn-
ingu og lífi og fjöri íramþróunarinnar á öllum sviðum.
Eg meina ekki-------Ha? Eg á við hitt, að þegar heim
er komið aftur úr herferðinni, þegar aldurinn færist yf-
ir, sjáðu, — og eigi maður þá til dæmis laglega veifu til
að hengja á burstina, það þarf ekki, frekar en verkast
vil), að vera neinn stórþjóðarfáni, heldur rétt eitthvað,
sem gefur ofurlítið gildi, — þegar svo er komið, segi
eg, þá má að sjálfsögðu ekki finnast neinn flekkur á
skildi manna. Það er mín skoðun, til dæmis að taka, að
alþingismenn og trúnaðarmenn erlendra þjóða þurfi að
vera alveg sérstaklega varkárir í þeim efnum, að svo
miklu leyti.------Hvað þá?“
Þegar þessar hugleiðingar voru komnar réttan sirkil-
hring með konsúlinn, tók hann heljarmikið bakfall í
hægindastólnum og hvesti augun á Steinunni dóttur sína,
því honum duldist ekki, að hún brosti ögn, þó hún vildi
sýnilega ekki láta á því bera.
Frú Ragnhildur tók eftir þessu líka, og til þess að
leiða athyglina frá hálfgerðri klípu mannsins síns, veik
hún aftur að því, sem fyr var frá horfið: „Það veit guð,
að henni Veigu hefðu verið allir vegir færir“, sagði hún.
„Hins vegar finst mér nú, að búið sé að koma sómasam-
lega fótunum undir þennan náunga hennar; eg get ekki
látið mér svo“.