Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 25
IÐUNN
Útsær Einars Benediktssonar.
231
flæðir og fjarar í sál skáldsins. Hún er eins og röst, þar
sem straumar tímans skella saman, og kvæðin eru brim-
gnýr þeirrar rastar. Þannig verður Einar Benediktsson,
hinn sterkasti einstaklingur, jafnframt skýrasta bergmál
samfélagsins. Þess vegna á ekkert kvæði hans hina
fyrstu skýringu hjá skáldinu, heldur samtímanum og
átökum hans og skáldsins. I kvæðum Einars Benedikts-
sonar rísa og falla öldur samtímans, því að sál hans
hófst og hneig á þeim, í aðfalli þeirra og útsogi, eins og
skáldinu sjálfu er svo tamt að lýsa.
Þess vegna er alveg óhjákvæmilegt til fullkomins
skilnings á kvæðinu Útsær, eða hverju öðru kvæði þessa
skálds, að þekkja þau lögmál, sem ráðandi eru í félags-
lífi þess tíma, sem þau eru ort á. Það er fyrst þekking-
in á samtíð skáldsins, sem gefur okkur lykil að kvæð-
inu. Mál kvæðisins er í fylsta skilningi hljómur tímans.
Við eigum öll hugmynd um þennan tíma, höfum öll heyrt
nið hans, hversu mikil fávísi sem annars er ríkjandi um
lögmál hans. Einkenni hans eru kraftur og hörð átök,
voldug viðfangsefni og leiftrandi hugvit, öll sömu ein-
kennin og eru á máli og ljóðum Einars Benediktssonar.
A yfirbragði tímans skín kuldi og ró, kraftur og stór-
læti. Alt virðist benda á mátt og veldi, traust og öryggi.
En þegar skygnst er undir yfirborðið, í djúp hverrar
hendingar tímans, þá kemur það í ljós, að ró og öryggi
yfirbragðsins er ekkert annað en jafnvægismynd djúpra
andstæðna. Höfuðeinkenni samtíma Emars Benedikts-
sonar eru gínandi, óleystar mótsagnir. Einar Benedikts-
son lifir á uppgangs- og blómaskeiði auðvaldsskipulags-
ins. En örlagaríkustu staðreyndir þess eru mótsetning-
arnar. Það eru mótsetningar stétta þjóðfélagsins, alþýðu
og yfirstéttar. Þessar stétta-andstæður eru það, sem
liggja tii grundvallar öllum öðrum andstæðum þjóðfé-