Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 105
IÐUNN
Samvinna norrænna þjóða.
311
Norræna félagsins á íslandi í sumar“, skrifar ein dönsk
stúdína. Ekki er aÖ efa, ac5 fundir, sem skilja eftir slík-
ar endurminningar og gleði, er lýsir sér í þessum setn-
ingum, skapa vináttu og samhug. Einn af íslenzku þátt-
takendunum skrifar um námskeiðið meðal annars: Nor-
ræn fræcSi, forn og ný, voru tilefni aS mörgu samtali og
kynningu milli okkar á mótinu. Stundum var eins og við
drægjum þaSan næringu, líkt og gras úr jörS. En ekki
var það höfuðatriSið, aS við áttum þarna sameiginlega
þekkingu. Hitt var miklu þýðingarmeira, að við vorum
norrænt nútíðarfólk, með svipað upplag, uppeldi og
jafnvel svipaða reynslu.
Norræna félagið gengst fyrir námskeiðum um Norður-
lönd fyrir skólafólk, og ferðast nú börn og unglingar svo
þúsundum skiftir á vegum félagsins um Norðurlöndin á
hverju sumri. Frá íslandi hafa tvær slíkar ferðir verið
farnar, til Noregs og Svíþjóðar. Tókust ferðir þessar
mjög vel og voru ótrúlega ódýrar. Onnur þeirra kostaði
að eins 180 krónur, en hin 260 krónur með ferðum,
dvöl og gistingum í 26 daga. Þá hefir félagið gengist
fyrir hinum svo kölluðu „vikum“, þar sem ýmsir þekt-
ustu vísinda-, stjórnmála- og listamenn kynna frændþjóð-
unum þjóðir sínar og menningu. íslenzka vikan, sem
haldin var í Stockhólmi 1932, átti mjög mikinn þátt í
að auka þekkingu og álit á landi voru og þjóð, og hafði
hún því mikla þýðingu fyrir okkur. Sem eðlileg afleið-
ing íslenzku vikunnar“ var svo hin eftirminnilega
„Sænska vika“ haldin hér í Reykjavík í sumar sem leið.
Um 40 þúsundir manna hafa tekið þátt í námskeiðum
og mótum félagsins, síðan það byrjaði starfsemi sína.
Frá íslandi hafa þátttakendurnir í mótum þessum verið
langt á þriðja hundrað, og má reikna með, að félagið
hafi sparað þessum þátttakendum um 65—70 þúsund