Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 132
338
Ólík sjónarmið.
IÐUNN
aði hann að nota spýtuna til að kveikja ljós. En þá var
spýtan ekki eldspýta lengur.
Nei, viÓ erum orðnir gamlir, andvarpa þeir aÓ lok-
um. Eldspýturnar okkar eru útbrunnar. En látum okkur
leiðbeina þeim, sem enn þá eru ungir.
Og svo fara þeir að tala til æskunnar. Þeir eru skjálf-
raddaðir af elli, og margt af því, sem þeir tala, er þungt
og raunalegt á að hlýða. Stundum tala þeir hörð ávít-
unarorð. Þeir deila á lífið, sem hefir leikið þá meira
eða minna grátt. Og þeir mæla ströng aðvörunarorð til
æskunnar. Þeim gengur gott eitt til. Þeir bera þunga sút
og áhyggjur fyrir framtíð æskumannanna, sem eru svo
ungir og óreyndir og óstýrilátir.
En æskan skilur þá ekki. Henni finst ef til vill, að
ellin tali út frá óvild og hatri til lífsins — þessa lífs, sem
brosir við henni sjálfri. Og æskan fer sínar eigin götur,
vill ekki læra neitt af þessum gömlu fauskum, sem eru
hættir að trúa á lífið.
Þess vegna á æska og elli svo erfitt með að koma sér
saman. Þar er oftast einhver rígur á milli. Æskan horfir
fram á leið, vill áfram, stefnir að markmiðum, veruleg-
um eða ímynduðum, sem bíða í fjarska og laða og
lokka. Ellin horfir aftur, á farna lífsleið, og oft virðist
þeim gömlu það, sem æskan svo óðfús sækist eftir, vera
helber hégómi og falskt skin. Svo er deilt um þetta, fram
og aftur. Skáld og aðrir leiðtogar mannsandans gerast
talsmenn þessara andstæðu skoðana, gerast merkisber-
ar einnar eða annarar af þessum ólíku stefnum.
Norska skáldið Knut Hamsun hefir t. d. oft og mörg-
um sinnum (áður en hann gerðist sjálfur gamlaður)
tekið eindregið máli æskunnar gegn ellinni. Fyrir eitt-
hvað þrjátíu árum flutti hann fyrirlestur í stúdentafé-
laginu í Kristjaníu. Fyrirlestur þenna nefndi hann: