Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 144
350
Eva.
IÐUNN
í kringum mig. Einkum hafði eg gætur á dimmasta horni
lestarinnar, þar sem pera haf'Si verið skrúfu'S niSur til
þess að forSast hnýsni náungans, og aS því, er eg hugði,
dylja fyrir honum paradísarhvatir vorra fyrstu foreldra.
Eg grilti þar í eldrautt vattteppi, sem skýldi tveim
mönnum og einni konu, eftir því sem eg komst næst.
Eg gerði mér í hugarlund, að hún væri í grænum
kjól úr prjónuðu silki. Og eg fór að hugsa um grænan
feld jarðarinnar og frjómagn júlídagsins, um dutlunga
lífsins og hvatir, hvort heldur það lá falið og staðbund-
ið í skauti moldarinnar eða það barst með tólf mílna
hraða á klukkustund yfir hið salta og ófrjóa haf. Upp
frá þessari heimspeki hrökk eg við hávaða í fjórum
strákum, sem voru að klifrast niður lóðréttan lestarstig-
ann. Þeir voru ótrúlega valtir á fótum, líkt og eitthvað
væri í kollinum á þeim, enda sýndi einn þeirra fljót-
lega, að svo var.
Það var lítill naggur og ógeðslegur, í bláum smekk-
buxum og brúnni baðmullarpeysu, með svarta alpahúfu
á uppmjóum sykurtoppskolli.
Hann fór að syngja hástöfum eða öllu heldur öskra,
með sterkum áherzlum á rímorðunum: „Adam sagði
E-v-a, í mér finst mér s-l-e-f-a, gef mér bara brenni-
v-í-n, blessuð helvítis elskan m-í-n“. A hið sofandi fólk
lestarinnar hafði þessi friðarspillir þau áhrif, að sumir
umluðu eins og þeir hefðu óhæga drauma, en aðrir luku
upp syfjuðum augum og lyftu höfði til þess að sjá, hvað
ylli svefnrofi þeirra.
En þar virtist enginn ókunnugur í ísrael, því hin syfj-
uðu augu lukust brátt aftur, og þeir, sem umlað höfðu,
sýndust fljótlega ná hinni fyrri ró á sínar draumfarir.
Eg fór að líta eftir horninu, þar sem heimspekin mín
lá falin undir rauða teppinu. Var þar nú alt með hinum