Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 147
IÐUNN
Eva.
353
Eg mun hafa sofið, því að skerandi vein eimpípunn-
ar gerði mér sárbilt við, og mér var ónotalegt af kulda-
hrolli. Eg neri augun og litaðist um, alls staðar var fólk
á ferli og upprifin rúmföt í dyngjum hér og hvar; það
var bersýnilegt, að komið var langt fram á morgun.
Eg staulaðist á fætur og teygði mína stirðu og köldu
limi sem bezt eg kunni og hélt að því búnu upp á þilfar.
Það var eins og mig hafði grunað, við vorum að sigla
til hafnar norður á Húnaflóa. Eg rendi syfjuðum aug-
um upp til landsins, þar sem morgunhýmingurinn á mýr-
um og ásum var með miklum hraða að breyta sér í há-
tignarleg ský yfir lágkúrulegum fjöllum.
Eg sá gráan svarðarreyk, sem strokaði þráðbeinn
upp frá býlunum á ströndinni, og svartan kolareyk, sem
hnyklaðist þyngslalega yfir þorpshúsunum, er stóðu
tvist og bast á sendinni eyri, sem gekk eins og uggi út
frá lágum og grýttum hálsum. Það kom mér alt mjög
hversdagslega fyrir sjónir, og eg þuldi: „Flúinn er
dvergur, dáin hamratröll“.
Að skipshliðinni voru þegar komnir nokkrir smábát-
ar, sem teknir voru að flytja fólk og farangur í land.
„Hvað verður löng viðstaða hér?“ spurði eg einn
stýrimanninn. „Sennilega 6—8 tímar“, segir hann og
lætur brýrnar síga í áttina til lands, þar sem stór flutn-
ingadallur hoppaði á undiröldunni við sandinn.
Jæja, hugsaði eg, það er þá líklega betra að koma
sér í land og sjá sig um en hanga hér um borð allan
daginn. í framhaldi af þessari ákvörðun fór eg að ota
mér í áttina að hliðartröppunni, þar sem var þröng
mikil, hrindingar og yfirtroðslur. Þegar eg var kominn
þar í miðja þvöguna, er alt í einu stigið óþyrmilega of-
an á tærnar á mér með járnuðum stígvélahæl. „Fyrir-
gefið“, segir náunginn. Farðu bölvaður, hugsaði eg, þó
iðunn xix 23