Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 93
IÐUNN
Hljóðið.
299
silfurborSbúnaðinn og vínforðann. Eg skal ekki tefja
yður, herra minn, á því aS lýsa fyrir yður smámunum,
svo sem því, að það var enginn silfurborðbúnaður til
og að maturinn var bæði af skornum skamti og óætur.
Af víni var aftur á móti nóg til, ef vín skyldi kalla.
Koníakið í þessum pjáturspela er hreinasta hunang hjá
þeirri sprittblöndu, sem var ýmist kallað Mosel eða
líkjör eftir því, hvernig þessu hyski þóknaðist að drekka
það. £g ætla að eins að segja yður frá því í hátterni
þessa fólks, sem olli því, að eg varð manndrápari. Það
lifði eins og skepnur, sem ekki hafa minstu hugmynd
um nokkurt siðferði. Það var alvanalegt, að eg á morgn-
ana, þegar eg færði því kaffið, fyndi einhvern karl-
mannanna í rúmi hjá stúlkunum — og sjaldnast þann
sama. Og þetta ferlíki, sem kallaði sig barón, var sízt
betri en hinir í þessu efni. Kæmi það fyrir, að stúlkurn-
ar væru einar í rekkjum sínum, þegar eg færði þeim
kaffið, skorti hvorki bljúgar bænir né æsandi athafnir
hjá þeim til þess að fá mig upp í til sín. — Vitið þér,
hvað það er, herra minn, að liggja árum saman í votum
skotgröfum innan um rottur og lýs og hugsa ekki um
annað en konur, og svo þegar maður kemur loks heim
til föðurlandsins, er maður atvinnulaus og hefir ekki einu
sinni ráð á að eignast vinstúlku — og verða svo að
standast slíkar freistingar, sem eg hefi orðið að standast?
En siðferði mitt var ekki lamað, þrátt fyrir allar mínar
hörmungar, og viðbjóðurinn, sem eg hafði á þessu hyski,
hélt mér í skefjum, jafnvel gagnvart þeirri litlu, ljós-
hærðu — barnungri, laglegri stúlku. Eg ætla líka að
sleppa því að segja frá öllum slagsmálum karlmann-
anna út af þessum stelpum og ofríki barónsins, sem alt
af leit á börn sín og gesti eins og hermenn, sem hann
væri að aga.