Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 79
IÐUNN
Maxim Gorki.
285
sem öreiginn- dæmist til aS ösla á þessari jörð, stígur —
eins og vængfrá stormsvala til skýja — þrá skáldsins
eftir hreinna, fegurra og mönnum sambo'Önara lífi.
En hvað var barnæska Gorkis móts við þann norna-
seið, er herrar þessa heims voru aÖ brugga á me'ðan
hann í dögun nýrrar aldar sat og skrifaði sína beizku
ákæru? BlóS og aftur bló'ð, sem enn er ekki friðþægt
fyrir, limlestir líkamir, sundurtætt lungu, eyðilagðar
taugar, múgmorð og nafnlausir trékrossar í kílómetra-
löngum röðum, skotgrafaleðja, hungur og kuldi, alger
vettugvirðing á manngildi einstaklingsins, allsherjar
mannspilling, er bezt sýndi sig eftir að fasistaæðið hafði
sýkt þjóðirnar og svartstakkar og brúnskyrtur brutust
til valda — alt þetta hafa þau máttarvöld á samvizk-
unni, er með köldu blóði ráku mannahjarðirnar út á
blóðvellina til slátrunar. — Gorki settist að í Finnlandi.
Honum leið illa, hann hafði hitasótt, og grár regnsudd-
inn grúfði yfir landinu og fylti hvern kima með hráslaga
sínum. í kastalanum Inno þrumuðu fallbyssurnar, sem
verið var að reyna, og að næturlagi sleiktu loftið hinar
löngu tungur kastljósanna og mintu hann á pláguna djöf-
ullegu — styrjöldina. Frá því í desember 1915 gaf Gorki
út tímaritið ,,Letopis“, þar sem hann hamaðist á móti
stríðsæsingunum í sínu eigin föðurlandi. Samtímis stofn-
aði hann útgáfufyrirtæki, sem á tímabili dreifði flugrit-
um gegn stríði út um alt Rússland. Og síðan kom bylt-
ingin. í bjarma hennar stóð nú Gorki aftur frammi fyrir
augum alls heimsins, stærri en nokkru sinni fyr, með
sigurblik byltingarinnar um höfuð sér. Hann hafði verið
hinn bókmentalegi spámaður byltingarinnar, og nú voru
spár hans að koma fram.
í dag er Gorki eins konar súludýrlingur Sovét-lýðveld-
anna bókmentalega séð. Arið 1932 voru öll rússnesk