Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 170
376
Bækur.
IÐUNN
Hún veit að engir bíða þess bætur,
ef holklaki legst við hjartarætur".
Vinkonur sínar, er komu í afmælisheimsókn til hennar að
Kópavogi, ávarpar hún svo:
„Svartnættinu í sálu minni
sent þið hafið geisla marga,
margar, hver af miskunn sinni,
mér hefur þurft svo oft að bjarga“.
Birtir yfir hug og hjarta,
hlýnar mér að instu rótum.
Ætti þakka, elcki kvarta
yfir þessum tímamótum".
En Elín er ekki alt af að hugsa um sin eigin kjör, þó fátt
sýndist eðlilegra en svo væri. Mér verður lengi hugstætt frá
viðræðum hennar, hve oft hún hefir, ótilkvödd, sett sig í mín
og annara spor, dæmt um menn og málefni, ekki eins og við
eigum oft að venjast, með málamyndarrausi og upphrópun-
um, heldur svo næmri athugun og djúptækum skilningi, að ég
hefi hlustað undrandi og hrifin. Þessi eiginleiki skáldkonunn-
ar kemur einkum fram í mörgum tækifæriskvæðum hennar
og erfiljóðum. Vil eg þar nefna til erfiljóð eftir Pál Vigfús-
son, ef til vill heilsteyptasta kvæðið í bókinni:
„Þá andans þorsti að oss sótti,
guðaveig voru gáfur þínar.
Þar sem meðalmenskan mestu réði,
breyttir þú stundum vatni í vin.
Hrapaði einhver hastarlega,
sveið þér, sem ör hefði sjálfan þig hitt.
í öðru erfiljóði er þetta erindi:
„Fágast margur gimsteinn góður
betur, þegar brýndur er mikið.
Þroskast skapgerð við þjáning og sorgir.
Dýpkar hugur við dauðasigð".