Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 104
310
Samvinna norrænna þjóða.
IÐUNN
mál. En hin persónulega kynning er sérstaklega þýðing-
armikil, þegar vinna á að því að skapa vináttu og sam-
starf. Námskeið hafa því félögin haldið til skiftis í lönd-
unum, fyrir stúdenta, skólafólk, kennara, blaðamenn,
verkfræðinga, verzlunarmenn, bændur, verkamenn o.
fl. Síðastliðið sumar var fyrsta námskeið íslandsdeildar
Norræna félagsins háð hér á landi. Var það fyrir stúd-
enta, er lesa norræn fræði, og var haldið á hinum forn-
fræga stað, Reykholti, og á Laugarvatni. Þátttakendur
voru 35, þar af 27 útlendir stúdentar, frá Danmörku,
Noregi og Svíþjóð. Ekki hafa hinir útlendu þátttakendur
farið dult með, hvernig þeim líkaði lífið á íslandi. Einn
sænskur stúdent skrifar og segist vissulega hafa gert sér
miklar vonir um íslandsferðina, en aldrei hafi sér þó dott-
ið í hug, að hún yrði „jafn-áhrifarík, mikilfengleg og
ánægjuleg“, sem raun hafi á orðið. „Meiri náttúrufeg-
urð og betri móttökur en á íslandi er vart hægt að
hugsa sér. Betri fyrirlestur um Snorra Sturluson en þann,
er Sigurður prófessor Nordal flutti í Reykholti, hefi ég
aldrei heyrt og mun tæpast heyra síðar. Slíkir fyrirlestr-
ar verða manni minnisstæðir“, segir hann enn fremur.
Annar stúdent norskur skrifar og segir: „Það getur
enginn okkar gleymt ferðinni að Reykholti og fyrirlestr-
inum þar. Það gleymir áreiðanlega enginn námsdvölinni
á Laugarvatni og stúdentaskemtuninni, þar sem nokkrir
af beztu rithöfundum og listamönnum íslands brugðu
upp fyrir okkur mynd af menningu landsins. Ekkert okk-
ar getur heldur nokkurn tíma gleymt ferðinni frá Laug-
arvatni til Þingvalla, upp brattar brekkur á íslenzkum
hestum, yfir eyðilegar heiðar, þar sem fjallablómin berj-
ast fyrir tilverunni, en vindurinn syngur og suðar og sól-
in skín. Nei, enginn gleymir slíkri ferð“. „Aldrei hefi ég
lifað skemtilegri og viðburðaríkari daga en á námskeiði