Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 130
Ólík sjónarmið.
Barnið lifir undir vernd og myndugleik hins fullorðna
manns. En bernskan verður að æsku og manndómurinn
að elli. Það, sem er ungt og veikt í dag, á fyrir sér að
eflast og þroskast. Og það, sem er sterkt og myndugt í
dag, á fyrir höndum að eldast. Hnignun og hrörnun bíð-
ur þess. Þannig er gangur lífsins.
Öðrum megin standa þá vaxandi kraftar og óreyndur
hugur. Hinum megin lífsreynsla, sem stundum — ekki
æfinlega — er orðin að lífsvizku, en getur litlu fram
komið, af því að mátturinn, lífsaflið, er á þrotum.
Annar þessara flokka, sá er eg nefndi fyrst — æsk-
an — geysist fram, út f óvissuna, með hlæjandi augum
og óðfúsum æfintýrahug. Það er morgunn lífsins fyrir
honum, og hann er léttur í spori og glaður í bragði.
Hinn flokkinn sjáum vér feta hægt og gætilega niður
hlíðina hinum megin fjallsins. Sólin er gengin í vestrið
og nálgast hafsbrún. Hún skín þar yfir huldulönd, sem
rísa úr hafi — eins og æskuminningar í þreyttum huga.
Innan skamms hnígur sólin til viðar, og alt þagnar. Og
næturkyrðin milda legst yfir land og sæ.
Það er alt annar svipur yfir þessum flokki en hinum.
Þessum mönnum er lífið ekki lengur hið mikla óþekta
æfintýr, sem þeir eru á leiðinni til að kanna. Sú var tíð-
in, að þeir brunnu af eftirvæntingu og hröðuðu göngu
sinni til móts við alt þetta dásamlega, sem mundi bíða
þeirra hinum megin f jallsins. En það er langt síðan. Þeir
hafa nú þegar verið uppi á hæðinni og séð sig um, Iitið
yfir auðnir lífsins, hver með sínum augum. Margt hefir