Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 42
248
„Með tímans straumi“.
IÐUNN
þennan anlcannaskap örlaganna, að hann fór á viku túr
um það leyti sem valkyrjan trúlofaðist. Viðhorf hans til
hennar hafði verið þannig, að honum hafði þótt sem
gervöll jarðnesk hamingja, prýdd og útflúruð af guðun-
um sjálfum, félli þeim manni í skaut, sem hrepti ungfrúna
að eiginkonu. Og þetta — að hann dró sig þó að síð-
ustu í hlé, stafaði eingöngu af því, að honum þótti sem
hann væri að seilast fyrir fram eftir þeim skerfi himna-
sælunnar, sem honum bar ekki að réttum lögum fyr en í
æðri tilveru. -— En svo kom þetta, þessi — þessi þöngul-
haus, þessi hvimleiða móðgun gegn öllu viti og virðuleika.
Prófessorinn var afar einkennilegur maður, hann virt-
ist heilsteyptur og samanrekinn þreklyndismaður, og var
þó allmjög samsettur; svo var sem hann væri í raun-
inni gerður af fjórum höfuðlögum. í efsta laginu var
hinn sívakandi siðgæðisoddviti, sem hvorki þoldi mis-
stigin í einkalífi manna né heldur minsta blett á opin-
berri framkomu, næst kom náttúrlega fræðarinn,
mentafrömuðurinn, þá tók við stjórnmálamaðurinn —
skammagreinahöfundurinn, en í neðsta laginu var skáldið
eða hagyrðingurinn. En skáldið kom aðallega upp á yf-
írborðið, þegar prófessorinn var mjög við skál og
„skandaliseraði“ hvort eð var.
Og það gerði hann í brúðkaupsveizlunni, ekki var unt
að neita því, hann ,,skandaliseraði“ alveg herfilega.
Veizlan var haldin á aðalhóteli bæjarins, fjölmenn,
íburðarmikil, ilmþrungin, því þess hafði ungfrú Sólveig
krafist, að ekkert yrði til sparað. Og allir urðu að viður-
kenna það, að úr því valkyrjan gifti sig á annað borð,
þá kom sízt til mála, að hún yrði á nokkurn hátt horn-
reka, heldur hæfði henni blómprýdd kirkja, bærinn flagg-
skreyttur, og svo að síðustu hljómleikar, vín, dans.
Hvort var þá eigi draumhillingin orðin að veruleika>