Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 162
368
Bækur.
IÐUNN
III. Ýmsar bækur.
DavíS Stefánsson frá Fagraskógi: AS norS-
a n. Þorsteinn M. Jónsson. Rvík 1936.
Davíð Stefánsson er löngu orðinn kunnur fyrir ljóð sín,
og fá ljóðskáld nú á tímum hafa átt slíkum vinsældum að
fagna sem hann. Ljóðin eru létt og lipur og vel fallin til að
kitla hlustir manna. Auðvitað eru ekki slíkar vinsældir nl-
gild mælistika á ágæti ljóða. Kristján Jónsson var á sínum
tíma dáður af alþýðu manna svo mjög, að sagt var, að flest-
ar vinnukonur hefðu geymt bók hans undir koddanum iún-
um, og mun þó enginn telja hann lengur til stórskálda. Hins
vegar ber því sízt að neita, að Davið hefir margt stórvel
ort. í næstsíðustu bók hans: Úr bygðum., voru auðsæ hnign-
unarmerki á skáldinu, þótt ekki væri mjög áberandi. Stund-
um reyndi skáldið þá að berja í brestina með þvi að látast
vera spakur, en því er nú svo farið, að skáldunum er ekki
ávalt gefin andleg spektin.
Á þessari bók er þó hnignunin miklu auðsærri. Æsku-
fjörið og geðhrifin (stemningin), er oft báru kvæði Davíðs
uppi, eru nú að mestu þorrin. f stað þess eru kvæðin full af
alls konar nöldri einmana og misskilinnar sálar, sem þykist
þó elska mennina alveg út af lífinu. Þessi tónn er svo uem
kunnur frá ýmsum alþýðuskáldum, þar sem þau kvarta und-
an broddum lífsins og andúð manna, en þykjast þó menn
fyrir sinn hatt og hafa svigurmæli um, að þeir skuli engin
vopn láta á sig bíta. Yfirleitt sýnist skáldið hafa ort kvæðin
til að ríma, en ekki af því að það hafi í raun og veru nokk-
uð markvert að segja. Davíð hefir náð mikilli tækni á máli,
og honum er létt um rím. Þess vegna freistast hann til að
yrkja, þótt andagiftina bresti. Þar sem ekki er beizkjutónn
og nöldurs í kvæðunum, yrkir hann í blaseruðum utíl og
yptir öxlum við öllu, rétt eins og honum komi ekkert Við
hræringar mannlegs lífs, en sá stíll fer honum ekki vel.
Eitt kvæðanna heitir Höfuðborg, algerlega misheppnað
kvæði. Það er flatrímuð ádeila á höfuðborgina, feikna lang-
loka, almenns eðlis með almennum orðum, í raun og Veru
um alt og ekkert, og er líkust því, að hún væri raus móður-
sjúkrar og hégómagjarnrar kerlingar, sem ekki hefði Verið