Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 166
372
Bækur.
IÐUNN
Smári á að eins einn streng í hörpu sinni, hinn ljóðræna;
verða því kvæðin oft hvert öðru lík, en þó tekst honum uð
knýja fram talsvert breytilega tóna úr strengnum. Fegurst
þykir mér náttúrulýrik hans. Hann er mikill málari og notar
allmjög liti. Hann notar ekki milcið hina sterku, skerandi
liti, heldur eru hinir daufu, haustlitirnir, öndvegislitir hans.
Sonnettuhátturinn lætur honum vel, en mér finst sami hátt-
urinn verða þreytandi blaðsíðu eftir blaðsíðu.
í mörgum kvæðanna er trúarleg mystik, og hygg eg, nð
hún fari fyrir ofan garð og neðan hjá oss flestum. Eg held
líka, að hún spilli fremur kvæðunum. Eins er um hrein trú-
arkvæði. Kvæðin: Jólahugsanir og Jól eru raunar ekkert
annað og meira en almennar rímaðar trúarhugvekjur.
Enda þótt segja megi, að kvæðin séu geðhrifaljóð, munu
þau ekki ort í skjótri svipan, heldur situr skáldið og sverf-
ur málminn.
Eitt kvæði í bókinni sker sig alveg úr, en það eru eftir-
mælin eftir Bjarna frá Vogi. Það hefir ekkert fram yfir út-
fararhugvekjur eftir miðlungs skáld, enda er það lélegasta
kvæði bókarinnar og hefði helzt ekki átt að óprýða hana.
Fallandin er mjög óþjál og hljóðrímið allmjög á reiki. Eg set
hér tvö erindi til sýnis:
„Vandfyltur er brögnum bekkurinn hans.
Dalasýsla, — hún saknar manns,
fastlynds íslenzks höfðingja héraðs þar,
hans, sem jafnan hennar sómi var.
Á útlendu verðmætin eins var hann skygn, •—
andans hylur var djúpur, lygn;
stundum brá þó stormsveip á tæran ál:
Stóðst hann aldrei glys né tildursprjál".
Enda þótt Bjarni kunni og að hafa verið hégómagjarn
eins og flest mannanna börn, finst mér nokkuð slcarpt að orði
kveðið, að hann hafi ávalt fallið fyrir tildrinu og hégóman-
um, eins og síðasta vísuorðið segir. Eftir öðru í útfararsann-
indum þessum er enda ólíklegt, að þetta hafi verið ætlun
skáldsins, en öðru vísi verða orðin trauðla túlkuð.