Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 64
270 „Með tímans straumi“. IÐUNN
sárlega um eitthvert „uppápössunarefni“, og svo ramt
kvað að því, að lægi Ieið hans um hafnarbakkann, fanst
honum oft sem sig þyrsti beinlínis í uppskipunarvinnu,
fiskaðgerð eða eitthvert bjástur og subb. Og þá lyfti
hann stundum augum til himins, eins og hann vildi spyrja
hana, sem nú sat þar uppi, hvort hún Væri þessu mótfall-
in, þaðan fékk hann þó ekkert svar. — En í mildu,
barnslegu brosi fimtán ára unglingsmyndarinnar fanst
honum oft og einatt sem hann gæti lesið glaðlegt sam-
þykki; miklu síður í myndum þroskuðu konunnar, þótt
þær væru fagrar og tígulegar, þar virtist þóttasvipur-
inn ívið meiri. — Nei, við þær myndirnar gagnaði hon-
um naumast að semja. — Stunda erfiðisvinnuna, hvort
þú megir það? Velkomið, góði, minna hluta vegna —
brosti unglingsmyndin bjarta og sakleysislega.-
Og straumur tímans bar Jón Sæmundsson áfram
lengra og lengra, unz þar kom að lokum, að flestir þeir,
er meiri háttar töldust, mistu gersamlega sjónar af hon-
um í því straumkasti.
En þetta gerði honum þó minna til en margur mundi
ætla, því eftir að hann var kominn í léreftsfötin bláu,
leið honum að flestu leyti prýðilega. — „Snoturs manns
hjarta verður sjaldan glatt“, og auk þess er því þannig
háttað, að metnaðarhvötin veldur kvöl; en þeir, sem
einfaldir eru í andanum, sætta sig á hinn bóginn við
smátt, og þeim gefst bros að baki allra harma.
Jakob Thorarensen.