Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 48
254
,Með tímans straumi".
IÐUNK'
inni tafarlaust og færði hann inn í skrifstofuna, þangað
til öðru vísi skipaðist.
Kaupmaður sá var einn af þessum tungumjúku,
,,elskulegu“ mönnum, sem standa þó af sér öll áhlaup
og hvika aldrei frá réttri stjórn á hlutunum. — Honum
þótti þetta ákaflega leiðinlegt, sagði hann. En, því mið-
ur — nei, það var ekki hægt. Hann vildi ekki segja, að
Jón Sæmundsson skorti beinlínis hæfileika til að fást við
æðra reikning, skriftir eða þess háttar, þannig mátti.
ekki skilja orð hans. En sjálfur gat hann þó ekki gert
slíka tilraun, því of mikið var átt á hættunni, þar sem
engu mátti muna. Að hans áliti var Jón og mestan part
á réttri hillu í búð, dyggur, lipur, pössunarsamur; ofur-
lítið silalegur í hugarreikningi að sönnu; en hann hafði
þó sjaldan staðið Jón að mjög háskalegum skekkjum
eða meinlokum. Einu sinni, — já, mest til dæmis, ef
málaflutningsmaðurinn hefði tíma, að segja, — einu
sinni hafði það borið við, að kona kom inn í búðina.
Jón var sá, er afgreiddi. Uttektin hófst á svörtu tvinna-
kefli, — verð 35 aurar. — Keflinu stakk konan sam-
stundis í pilsvasa sinn. En bíðum nú hægir, síðan bað
hún um eitt kíló hveiti, einn súkkulaðipakka og svo^
hálft kíló molasykur; um þetta var nú búið, og fyrir þetta
bar konunni að greiða tvær krónur sextíu og fimm aura.
Jón Sæmundsson hafði að líkindum reiknað alveg rétt,
en við peningakassann virtist svo, sem að upphæðin
snerist við í höfði hans, því af fimm króna seðli fékk
konan sem sé 2.65 til baka, nákvæmlega þá upphæð,
sem henni bar að greiða. En skekkjan var tvöföld, þvf
tvinnakeflinu, sem komið var í pilsvasa kerlingarinnar,
var gleymt að auki. Skekkjan var bersýnilega tvöföld.
Þannig var Jón Sæmundsson, eða einn flötur Jóns,
öllu heldur, því þetta bar að sönnu tiltölulega sjaldart