Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 65
Maxim Gorki
Eftir Per Meuriing.
[Maxim Gorki mun vera tiltölulega lítiÖ kunnur íslenzkum
lesendum — alt of lítið. Þó hefir nýleg'a komið út á íslenzku
bók með sögum eftir hann, í þýðingu Jóns Pálssonar frá Hlíð
(Maxim Gorki: SÖGUR. Reykjavík, 1935). Er þar að finna
ýmsar þær beztu af fyrri sögum Gorkis — ósvikin listaverk —
og þýðing Jóns Pálssonar virðist vera ágæt. Iðunni er ókunn-
ugt um, hverri útbreiðslu þessar sögur hafa náð með þjóðinni,
en hún hikar elcki við að mæla hið bezta með bókinni. —
Nokkru kann að valda um tómlæti íslendinga gagnvart Gorki,
að ekkert hefir, svo eg viti, verið um hann skrifað á íslenzku
til þessa. Vafalaust verður einhver innlendur áhugamaður
um bókmentir til þess, fyr eða síðar, að reisa hinum rúss-
neska skáldjöfri íslenzkan bautastein, er honum sé samboð-
inn. En á meðan við bíðum eftir því, þykir Iðunni rétt að
birta eftirfarandi ritgerð um skáldið, þótt rituð sé af erlend-
um manni. Höfundur þessarar ritgerðar er sænskur og skrif-
aði hana fyrir bókmentatímaritið Bonnicrs Litterara Magasin
í Stokkhólmi á síðastliðnu ári. Eins og ritgerðin ber með sér,
er hún skrifuð að Gorki lifanda, en hann andaðist, sem kunn-
ugt er, í júnímánuði síðastliðnum. ÞýS-1
Alexej Maximowitsch Pjeschkow er fæddur í Nischni
Nowgorod árið 1868. Móðir hans var dóttir efnaðs
ferjumanns, er hafði byrjað sem flotakarl á Volgu. Dótt-
irin var rómantísk að upplagi og giftist með leynd fá-
tækum veggfóðrara. Ungu hjánin struku til Astrakan,
en þar dó maðurinn úr kóleru, þegar sonur þeirra —
seinna skáldið — var þriggja vetra. Móðirin átti nú ekki
annars kost en að hverfa aftur til ættborgar sinnar. Þar
varð hún brátt ástfangin af stúdent einum af aðalsætt,