Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 34
240
Kosningarnar í Svíþjóð.
IÐUNN
landi í heimi. Á næsta ári verSur síðasta kreppulánið
greitt upp að fullu, og er þetta þremur árum fyr en
stjórnin sjálf hafði gert sér vonir um. Stjórnin þóttist
þess fullvís, að pólitík hennar hefði í aðalatriðum þau
áhrif, sem hún hefir reynst að hafa, en henni kom ekki
til hugar, að áhrifin yrðu svona magnmikil. Þegar búið
verður að greiða upp kreppulánin, verða eftir 80 milj-
ónir í kreppusjóði, sem veita má út til frekari aðgerða.
Þetta, sem Svíar hafa hér gert, er það sama, sem
Roosevelt hafði í hyggju, en hefir ekki enn tekist í sínu
landi, því að mótspyrnan þar var of mögnuð. En Svíar
hafa með þessu gert veröld allri stórkostlegan greiða.
Þeir hafa sannað með reglunni hið einfalda lögmál, að
verzlun og viðskiftum verður ekki haldið uppi nema
menn fái fé handa milli til að kaupa fyrir. Og þeir hafa
sannað, að trúin á ofsparnað í ríkisbúskap er hjátrú og
oft fásinna. Þess skal getið, að Roosevelt hefir fyrir
nokkuru sent nefnd manna til Svíþjóðar til þess að kynn-
ast af eigin sjón stjórnarháttum þar.
Því hefir verið haldið fram af ýmsum, að sænsku
stjórninni hafi gengið svona vel, sem raun er á orðin,
að komast út úr ógöngum kreppunnar vegna þess, að
verð á heimsmarkaðinum hafi hækkað. En því er þá
svarað til, að Svíar hafi nú færri menn við vinnu í þeim
greinum, sem lúta að útflutningsvörum, heldur en þeir
höfðu fyrir kreppuna. í timburverksmiðjum vinna t. d.
15000 færri menn en þegar kreppan skall á. En hitt er
víst, að 200.000 nýir verkamenn hafa fengið vinnu frá
1933. Alt þetta lið fæst við að vinna vöru fyrir innan-
landsmarkaðinn, og stendur starfræksla þeirra í beinu
sambandi við aðgerðir stjórnarinnar við að veita fénu út
til þjóðarinnar.
Það er eftirtektarvert, að bændur landsins áttu fram-