Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 101
IÐUNN
Umsókn til Alþingis.
307
vart fagra kyninu. Skáldið verður að gefa því fylsta
gaum, ekki að eins í orði, heldur líka í verki, og full-
nægja þess frumstæðustu þörfum, eftir því sem karl-
menska hans frekast leyfir. En þetta getur verið útdrags-
samt. Og þó að máltækið segi, að allar leiðir liggi til
Róm (en svo nefni eg í þessu falli stefnumark og hug-
sjónamiðdepil skáldanna), þá er ekki þar með sagt, að
þær leiðir geti ekki verið krókóttar og á fótinn. En þetta
er nú það eina, sem alþingismenn þekkja eins vel og eg,
og tel eg því óþarft að úthella meira bleki þess vegna.
Þá vil eg nefna fjárhættuspil.--------Já, þið þurfið nú
ekki að sperra svona upp glyrnurnar. Hér er ekki um
neitt ljótt að ræða. Eg veit ekki betur en fjárhættuspil
sé borgaraleg skylda, síðan Háskólinn fékk einkarétt til
að efla það og útbreiða í landinu. Hvernig ætti svo sem
skáld og rithöfundur að sneiða hjá fjárhættuspili og öðr-
um skyldum tegundum klækiskapar, þar sem Háskólinn,
æðsta mentastofnun þjóðarinnar, á líf sitt undir því, að
landsins börn iðki þær kúnstir kappsamlega.
Nú getur verið, að þið þingmenn hugsið sem svo, að
með öllum þessum útgjöldum muni eg hafa lítið afgangs
til ritstarfanna. í því sambandi vil eg benda á, að skáld-
skapur útheimtir ekki dýrar vinnuvélar eða kostnaðar-
söm húsakynni. Skáldið þarf ekki annað til iðjureksturs-
ins en blýant og pappír, og það getur ekki kostað meira
yfir árið en — ja, hvað eigum við að segja — 4—5
krónur. Aðkeypt vinna eða aðstoðarvinna getur að vísu
komið til greina. En hana er altaf hægt að sníkja. Og
hvað snertir aðfengið efni, það er að segja hugmyndir
frá öðrum, þá er þeim altaf stolið, svo þar er ekki um
útgjaldapóst að ræða.
Þótt svo ólíklega skyldi fara, að hæstvitrir alþingis-
menn sæju sér ekki fært að tileinka mér umrædda fjár-