Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 175
IÐUNN
Bækur.
381
Magnús Ásgeirsson: Þýdd ljóS, IV. Bóka-
deild Menningarsjóðs. Rvík, 1935.
Magnús Ásgeirsson gerist nú furðu stórvirkur á þýðingar
erlendra ljóða. Þetta er fjórða bindið af ljóðaþýðingum,
sem frá honum kemur, og það ekkert smákver, heldur tíu
arka bók með um fimmtíu kvæðum. Þó ber hitt af, hversu
velvirkur hann er. Magnús hefir að visu lengi þýtt vel, en
með þessu bindi virðist mér hann hafa náð meistarastiginu
(þriðja bindi þessara ljóðaþýðinga hefi eg því miður ekki
séð). Hér er um mjög áberandi framför að ræða frá fyrstu
þýðingum hans, sem þó máttu heita góðar og sumar meira
en það. Hinn íslenzki búningur fer kvæðunum svo vel, að
maður skyldi ætla, að alt væri frumort — ef ekki væri það,
að hér er flest með stærra sniði og ort af meiri ágætum en
við eigum að venjast af okkar eigin góðskáldum. Það vildi
svo til, að þegar eg tók að lesa þetta fjórða bindi af
þýðingum Magnúsar, var eg nýbúinn að fara yfir nýjar bæk-
ur tveggja innfæddra ljóðasmiða og þeirra engan veginn af
lakara taginu, sem sé Davíðs Stefánssonar og Jakobs Smára.
Víst er margt vel gert hjá þessum tveim ágætu skáldum okk-
ar, en samt var það eins og að koma inn í annan heim, stór-
brotnari, frjálsari og glæsilegri, að ganga á vit þeirra snill-
inga, sem Magnús hefir valið sér til fylgdar. í því birtist
hans öruggi bókmentasmekkur og andlega víðsýn, að hann
velur svo að segja aldrei annað en snildarkvæði til þýðingar
og víkur elcki úr vegi fyrir hinum erfiðustu bragraunum.
Sjálfsagt hafa kvæði eins og Ralcaradanzinn eftir Sigfrid
Siwertz eða Myndasaumur eftir Olaf Bull ekki verið auðveld
viðfangs, en Magnús hefir ekki vílað fyrir sér að leggja til
atlögu við þau og sigrað með sæmd og prýði. Eitthvað er $
þessari bók af kvæðum, sem aðrir snjallir þýðendur hafa
spreytt sig á á undan honum, og þarf Magnús engan kinnroða
að bera við samanburðinn. Eitt þessara kvæða er Röddin eftir
Drachmann, sem Hannes Hafstein hafði áður þýtt. Annað er
BrúSurin í Korint eftir Goethe. Það kvæði las eg í æsku i
þýðingu Steingrims Thorsteinssonar og þótti gott, en enn
betra virðist mér það í þýðingu Magnúsar, án þess þó að
eg hafi átt kost á að bera þýðingarnar nákvæmleg-a saman.
Meiri hluti kvæðanna í þessari bók er eftir Norðurlanda-