Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 41
IÐUNN
„Með tímans straumi".
247
bræðranna, móðursystranna o. s. frv. En við hina stór-
látu dóttur ræSismannsins stoðaði hins vegar hvorki boð
né bann; hún hafði þetta skapferði valkyrjunnar, sem
bauð öllum mótþróa byrginn. Við þessu var því ekkert
að gera annað en að hneigja sig í fullkomnu samþykki
þagnarinnar.
En hart var þetta á margan hátt fyrir vandamenn
ungfrú Sólveigar. Einkum fanst móðursystrum hennar
þetta sárgrætilega óviðurkvæmilegt, ekki sízt þegar þeim
varð hugsað til Vigfúsar prófessors Hrólfssonar. Það
hafði sem sé ekki leynt sér fyrir tveimur árum eða svo,
hver afstaða hans var til stúlkunnar, þó að hann líkt og
hrykki fyrir hinni fránu brún á úrslitastundunum. Og þær
gerðust jafnvel svo tungulangar, frúrnar, í áheyrn jóm-
frú Sclveigar, að segja sem svo, að það eitt vissu þær,
að sjálfum hefði þeim ekki þolast slík ástæðulaus tregða
eða fráhrindandaháttur við þetta málsmetandi mann. En
tímarnir voru öðru vísi nú, þegar agaleysið virtist ætla
að gera alt og alla vitlausa. -— Nú, nú, því að fyrir tveim-
ur árum hafði þó að minsta kosti ekkert verið út á próf-
essorinn að setja, þótt hann væri sagður staupa sig nokk-
uð freklega stundum nú orðið. — En af hverju skyldi
hann drekka? Astin var ekki rétt á yfirborðinu hjá þess
háttar mönnum, hún risti ögn dýpra en svo.
En svona nöldur var í raun og veru alveg tilgangs-
laust, ungfrú Sólveig ansaði því ekki aukateknu orði;
hún brunaði stofurnar þverar og endilangar, rétt eins og
skonnorta undir fullum seglum, — vökvaði gluggablóm-
in, ef þess þurfti með, og lét frænkurnar víkja sér til
hliðar, væru þær í veginum. Að öðru leyti gekk þetta
sinn vanagang fram til brúðkaupsins.
Þetta lét þó furðu nærri hjá frúnum, að því er próf-
essor Vigfús Hrólfsson snerti. Honum félst svo mjög um