Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 61
IÐUNN
„Með tímans straunii“.
267
ir meðferðina á Jóni Sæmundssyni. Þetta var ógnar sein-
heppilegt tiltæki, bví þessir menn voru í raun og veru
ekki annað en saklausir útsendarar hinna æðri valdhafa.
Þeir svöruðu stúlkunni heldur ekki aukateknu orði, því
þeim duldist ekki, að hún lét tilfinningarnar hlaupa með
sig í gönur. —
Um þessar mundir Ieizt Jóni ekki beinlínis á horfurn-
ar. Þetta var þó ekki sorgarefni, þetta var öðru vísi, —
það var öllu heldur sem einhver geigur eða kvíðaslæð-
ingur færi um hugann. Hvað ætluðust menn fyrir, eða
hvert bar þessi fossandi straumur hann, ef allrar fót-
festu misti? Ekki átti hann neinn teljandi varasjóð. Hún
hafði að sjálfsögðu lifað eins og henni hæfði. Hann átti
að sönnu talsvert af fögrum, vönduðum húsgögnum;
það var hennar verk og val, eins og alt annað, sem
traust var og fagurt um sameign þeirra og samskifti. —
Sjálfsagt var að breyta nú öllum þeim dýrgripum í gull-
letraðan minnisvarða af voldugustu gerð; en jafn-sjálf-
sagt var hitt, að minka alt við sjálfan sig og hverfa aft-
ur heim í hversdagsleikann. — En einhvern örlítinn reit
bar þó að láta honum eftir á jörðinni, eða um fram alt
eitthvert ,,uppápössunarefni“, svo að auðið yrði að
valda treganum yfir því, sem mist var og horfið sýnum.
En hvað vakti fyrir máttarvöldunum? — ,,Deyi hún,
þá ertu á augabragði —“. Bar að skilja þetta á þá leið-
ina? — „Þræll — aftur þræll?“ Nei, hennar vegna
skyldi þó aldrei reka það langt fyrir honum; það heit-
strengdi hann þennan daginn og marga, marga daga,
sem á eftir fylgdu.
Hins vegar varaði Jón sig þó ekki á lygnunum í hin-
um Iaunþunga straumi dægranna, sem bar hann áfram
viðnámslaust, lengra og lengra, án þess að hann veitti
því eiginlega neina athygli.