Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 180
386
Bækur.
IÐUNN
um áreiðanlega nóg handa kúnni, og svo fjölgum við ánum
smátt og smátt“. Og eftir kaffið finst honum ekki ómaksins
vert að fara út í slægjuna. Iiann labbar sig' út í hlöðu og
legst í heytugguna, sem jarðeigandinn hefir skilið honum
eftir. Það er svo dæmalaust notalegt að hvíla sig í nýju .heyi.
Hví skyldi hann ekki fá sér ofurlítinn lúr.
Eg ætla ekki að rekja efni þessarar hörmungasögu frekar.
En svona er Einar. Hann er vissulega engin sögnhetja,, en
persónan er skýr og lifandi, grijíin beint út úr lífinu. Við könn-
umst við hann, höfum mætt honum í öðrum mönnum og kann-
ske í okkur sjálfum, brosað að honum, ef til vill aumkað
hann, hrist höfuðið yfir honum, en að minsta kosti skilið
hann. Og af því við skiljum hann svo vel, á hann að nokkru
leyti samúð okkar, þrátt fyrir alt.
Það getur vel verið, að bókmentalegir sælkerar ypti öxlum
að þessari bók og láti sér fátt um finnast. Hún hefir fátt það
við sig, sem gengur í augun eða kitlar góminn. Það getur vel
verið, að þessi gráa og látlausa hversdagssaga drukkni i jóla-
bókaflóðinu í ár. Eg tel hana samt þess verða, að henni sé
gaumur gefinn. Hún er svo sönn. A. H.
Jónas Þorbergsson: Ljóð og línur. Prent-
smiðjan Acta h.f. Rvík, 1936.
Meginefni þessarar bókar eru greinar frá blaðamenskuár-
um höfundarins, og hafa flestar þeirra birzt i Degi á Akur-
eyri. — Það er ekki svo lítið áhættuspil að gefa út gamlar
blaðagreinar. Þótt þær kunni að hafa verið í fylsta máta
tímabærar og ágætar í alla staði á þeim tíma, er þær voru
skrifaðar, þá er meira en vafasamt, hvert erindi þær eiga í
bók, þegar nokkuð er frá liðið. Slík útgáfa hentar í rauninni
afburðamönnum einum. En það má líka segja um Jónas Þor-
bergsson, að i íslenzkri blaðamensku seinni tíma hafi hann
verið afburðamaður. Þess er að vísu ekki að vænta eins og
stendur, að allir geti orðið sammála um hann sem blaðamann
og rithöfund. Svo óvæginn bardagamaður var hann, að ýms-
um hlaut að svíða — og svíður enn — undan eggjum hans.
Um eitt gætu þó kannske flestir orðið á einu máli: að hann
hafi átt bæði hvassan og sniðugan penna. Um margra ára
skeið stóð hann mitt i hjaðningavígum stjórnmálanna, greiddi