Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1936, Blaðsíða 60
263
„Með tímans straumi".
IÐUNN
ast eins hvöss og á sumum hinna seinni mynda, og svo
kynlega brá nú við, að þessu kunni Jón eiginlega fult
eins vel; í hans augum fór að mörgu leyti bezt á ómeng-
uðum barnaskapnum, — svona á mynd. Og hann gerÖi
sér auk þess í hugarlund, að með honum og þessari
unglingsmynd mætti einmitt finna nokkurn vott þessa
hjónasvips, sem ávalt á að sjást, en ýmsum hafði hins
vegar þótt svo átakanlega ógreinilegur. — Góðverkin
eru ekki altént stórvægileg, en með þessari smágjöf
hafði mágkona Jóns unnið eitt þeirra, sem bezt eru
þegin.-------
Þegar liðinn var réttur ársfjórðungur frá útförinni,
þá kom þetta fossandi straumkast atvikanna, sem hreif
Jón Sæmundsson með sér, svo að nálega engri viðspyrnu
varð við komið. Þetta hófst með nýju kjöri á forstjóra
Bæjarfisksölubandalagsins. Sá hét Jón Sigfússon og var
stjörnufræðingur, sem stöðuna hrepti, með ellefu at-
kvæðum. Jón Sæmundsson hlaut þrjú.
Eftir að Jón las þetta í fréttum frá bæjarstjórnar-
fundi, festi hann alt sitt traust á prentvillum fram eftir
deginum, — eða væntanlegum hausavíxlum á föður-
nöfnum. Flokkaskipun í bæjarmálum var sem sé óbreytt
frá síðasta kjöri. En þetta reyndist þó engin prentvilla,
því miður. Hann hafði fengið rétt og slétt þrjú atkvæði,
og það var greinileg kúvending örlaganna.
Þessu fylgdi fyrirvaralaus sjóðtalning fám dögum
síðar; en ekkert hafðist þó upp úr því: í kassanum
reyndust 94 krónur 58 aurar, og það var í fullu sam-
ræmi við sjóðbókina.
Við þetta tækifæri bar það til, að vélritunarstúlkan
slepti sér gersamlega; hún stökk upp af stólnum og
stappaði framan í sjóðtalningarmennina, eins og stygg-
lynd lambær, og þarna jós hún yfir þá skömmunum fyr-