Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1973, Side 34

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1973, Side 34
32 Árbók Háskóla íslands Margrét Jónsdóttir hafa fært Háskóla ís- lands meö gjafabréfi sínu, dagsettu 15. okt- óber síðastliðinn. Eru það þrjár íbúðir í Reykjavík, sem að nettóverðmæti í dag eru um þriggja og hálfrar millj. króna virði. Af fasteignum þessum skal mynda sjóð, sem nefnist Styrktarsjóður Pórbergs Pórðar- sottar og Margrétar Jónsdóttur. Stjórn sjóðsins skulu skipa þrír menn: Forstöðu- maður Orðabókar háskólans, og er hann formaður stjórnar; prófessor í bókmennt- um eða íslenskri málfræði, tilnefndur af heimspekideild til þriggja ára í senn, og háskólarektor eða fulltrúi hans. Sjóðinn skal nota til að styrkja samningu og útgáfu íslenskrar samheitaorðabókar, rímorða- bókar og íslenskrar stílfræði, svo og til að styrkja endursamningu og endurútgáfu nefndra bóka, meðan sjóðurinn endist. Við úthlutun úr sjóðnum skal samheitaorðabók sitja í fyrirrúmi. Sjóðinn skal eftir því sem unnt er varðveita í fasteignum eða öðrum verðmætum, sem halda gildi sínu á svipaðan hátt. Hér er um verðbólgutryggðan sjóð að ræða. G jöf þessi og tilgangurinn með henni eru svo merk, að einföld orð, mælt af munni fram í auðmýkt og þakklæti, fá eigi endur- goldið, en Háskóli fslands er langminnug stofnun, og þakklæti hans mun vera uppi og þessi viðburður eigi gleymast. Hafið hjart- ans þökk, þér heiðursgestir Háskóla íslands í dag. Þér hafið með rausn yðar gert það kleift að koma þörfu verki í framkvæmd til gagns og góða fyrir alla. Megi það vera öll- um til uppörvunar. Guð gleðji góðan gjafara. Nýstúdentar! Þér hafið öðlast þau réttindi að vera tekin í tölu háskólaborgara. Þér hafið náð marki, sem áður fyrrum fáir einir gátu öðlast. Margur afinn og mörg amman — lengra er ekki liðið — hafa haft nægar gáfur til þess að öðlast þetta hnoss, en tækifærið gafst eigi. Farið því vel með þetta hnoss. Nýtið það til lærdómsiðkana og eigin uppbygg- ingar. Þá verður starf yðar einnig öðrum til góðs. Minnist þess, að tíminn líður ört. Hann er dýrmætur, og oss öllum er einvörðungu af- mörkuð stund ein til lífs. Sýnið umburðar- lyndi gagnvart öðrum og berið virðingu fyrir sjálfum yður. Maðurinn, þessi undarlega lífvera, er svo margslunginn góðum og illum þáttum, að til vandræða horfir, hafi hann eigi gát á sjálf- um sér. Lítið á, hvernig heimurinn er umhorfs. Annars vegar háþróuð menning, ódauðleg listaverk, fegurð og prýði, en hins vegar eymd, niðurlæging, beiskja og hatur. Maðurinn hefur í sér afl til góðs og til ills. f sjálfu sér er líkami hans enn á stigi steinald- armannsins líffræðilega séð. Og varla hefur mannshugurinn breytst verulega frá því tímaskeiði. En mannshugurinn hefur komið mörgu góðu til Ieiðar, og það er von mín og trú, að þrátt fyrir skakkaföll og skelf- ingar styrjalda, glæpa og annars ófarnaðar stefni í rétta átt — í áttina til friðar og samlyndis. Háskóli er til vegna hinna ungu, sem fræðslu þurfa að fá til að leita sannleikans og finna hann og varðveita, hvort heldur er í heila eða hjarta. Erfið er leiðin í leitinni að honum. En leggið æðrulaust á brattann. Viljinn er hálfnað verk. Þér lítið á oss, sem eldri erum, sem stæðum vér yður fjarri í tilfinningum og hugsunum. Því fer fjarri. Vér erum sömu gerðar og þér. Vér getum grátið með grátendum og glaðst með glöðum — rétt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.