Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1973, Side 40

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1973, Side 40
38 Árbók Háskóla íslands til skamms tíma. En lausn frá störfum hafa fengið einn lektor, einn dósent og einn prófessor. Við Raunvísindastofnun há- skólans starfar enn fremur erlendur stærð- fræðingur. Háskóli íslands æskir hinum nýju kennurum alls góðs í starfi og þakkar þeim, er látið hafa af störfum, af alhug fyrir unnin störf. Þá hefur háskólinn orðið að sjá á bak háskólaritara sínum, miklum garpi og vitmanni. Hafi hann þakkir og óskir um velfarnað. En maður kemur manns í stað, og er nýjum háskólaritara fagnað af alhug. En það er og ástæða til að koma fleiri þökkum á framfæri. Háskóli Islands þakkar af alhug Eggerti Vilhjálmi Briem frá Staðarstað, er hefur dvalið mikinn hluta ævinnar í Bandaríkjunum. Stórlyndi og höfðingsskapur hans hefur verið mikil lyftistöng undanfarinn áratug, fyrst fyrir eðlisfræðistofnun og síðan fyrir Raunvís- indastofnun háskólans; þangað hefur hann beint fjölda góðra gjafa. Og nú á þessu ári hefur borist púlsagreinir, tæki til Mössbauermælinga og reiknivél, að verð- mæti á aðra milljón króna. Háskóli íslands metur mikils áhuga þann, sem Eggert Briem hefur sýnt eðlisfræði- og jarðeðlis- fræðirannsóknum. Það er og vert að minnast hinnar mynd- arlegu sjóðsstofnunar Einars Ásmunds- sonar í Sindra, sem m. a. mun koma við- skiptadeild í góðar þarfir, og þakkar Há- skóli íslands það af alhug. Háskóla íslands hefur og verið send stór- gjöf frá Jens Nörgaard, dýralækni í Snoldelev í Danmörk, safn muna frá Bech- úanalandi, verkfæri, búningar, skraut, vopn og fleira, auk dýrafræðilegra kennslugripa. Kann Háskóli fslands vel að meta góðhug, sem býr hér undir, og vonandi líður eigi á löngu, að gripir þessir geti orðið til sýnis og komið að liði, er húsnæði verður til þess. Guðfræðideild hefur borist mikil og góð bókagjöf frá frú Steinunni Magnúsdóttur, biskupsekkju. Og á sunnudaginn var gáfu finnskir íslandsvinir stóra og góða gjöf finnskra bóka. Háskóli íslands þakkar öllum, sem á einn eða annan hátt hafa sýnt háskólanum sóma og velvild. Hann þakkar prófessor Richard Beck ogfrú Margréti skeyti, erhljóðar svo: „Kveðja til Háskóla íslands sextugs: Fjarlægur sonur fræðamóður fléttar ljóðsveig á heillastundu. Hjartgróinn þakka og óska óður úthaf brúar að feðragrundu." Háskóli íslands nýtur erlendis velvildar og virðingar. Miklar samgöngur og sam- skipti eru milli hans og erlendra háskóla, og er vonandi, að aukist enn, eftir því sem fjárhagsgeta hans og útsjónarsemi verða meiri. Af hálfu vestur-þýskra stjórnvalda er nú til athugunar að reisa sérstakt hús, mið- stöð þýskra bókmennta og lista sem há- skólastofnun hér. Mættu fleiri taka mið af því. En mesta atburðar liðins háskólaárs er þó eftir að geta. Nú hinn fyrsta vetrardag er vert að minnast heimkomu fyrstu handrit- anna íslensku eftir aldageymslu í Kaup- mannahöfn. Það upphaf liðins sumars mun yður vera í fersku minni. Síðan hefur það gerst, að kennslumálaráðuneytið fékk Há- skóla íslands til vörslu helminginn af Legati Árna Magnússonar með bréfi hinn 29. júní síðastliðinn og verður sú upphæð ávöxtuð í dönskum verðbréfum. Sýnir það og sannar, að staðið verður við gerðan milliríkja- samning, þótt verkinu sjálfu, skiptingunni, verði ekki lokið á einum degi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.