Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1973, Blaðsíða 48
46
Árbók Háskóla íslands
okkar íslendinga, fámenni og vanmátt í
fjárhagslegum efnum. Annars vegar kallar
þessi sérstaöa okkar á sem einfaldast
menntunarkerfi og sem besta nýtingu og
samhæfingu kennsluaðstöðu og kennslu-
krafta. Hins vegar leiða þessar sömu aðstæð-
ur til hættu á ofnýtingu starfskrafta og
aðstöðu í þágu hagnýts skammtímanáms,
en á kostnað hins vísindalega starfs, sem
þarf að vera meginuppistaða Háskóla
íslands.
Háskólanefndin, er skilaði skýrslu sinni í
september 1969, var þeirrar skoðunar, að
yfirleitt sé ekki heppilegt, að stuttu sérnámi
að loknu stúdentsprófi sé búinn staður í
háskólanum, heldur eigi það frekast heima í
sérstökum skólum eða stofnunum. Á hinn
bóginn telur nefndin, að háskólinn geti
stuðlað að slíku námi. Mundi sú aðstoð geta
orðið með þrennu móti að áliti nefndarinn-
ar. I fyrsta lagi gæti háskólinn veitt nem-
endum í þessum sérgreinum aðgang að
námi í tilteknum greinum með stúdentum
háskólans. í öðru lagi gæti háskólinn séð um
sérstök námskeið fyrir þessa nemendur. í
þriðja lagi gæti háskólinn, einn eða í
samvinnu við aðra aðila, komið upp og
rekið stofnanir, sem veittu sérkennslu af því
tagi, sem hér um ræðir. Kæmi þetta mjög til
greina í sambandi við sérnám á sviði
heilbrigðismála, en einnig á öðrum sviðum.
VI. Stúdentar
Svo sem áður var getið, eru stúdentar
skráðir til náms í háskólanum nú orðnir
2145. Af þeim eru 933 nýstúdentar. Peir
skiptast þannig á deildir:
Samtals Nýskráning
Guðfræðideild ................................................. 50 16
Læknadeild ................................................... 394 170
Lyfjafræði lyfsala ............................................ 37 20
Lagadeild .................................................... 227 62
Viðskiptadeild ............................................... 287 117
Heimspekideild ............................................... 578 288
íslenska fyrir erlenda stúdenta ............................... 47 47
Verkfræði í verkfr.- og raunvísindadeild ..................... 114 64
B.S.-verkfræði í verkfr.- og raunvísindadeild ................ 253 94
Tannlæknadeild ................................................ 50 19
Þjóðfélagsfræði .............................................. 108 36
2145 933
Inntökuskilyrði til náms við háskólann
hafa verið mikið á dagskrá síðstliðið ár. 31
umsækjandi með kennarapróf sótti í sumar
um innritun í heimspekideild, viðskipta-
deild og námsbraut í almennum þjóðfé-
lagsfræðum. Háskólaráð ályktaði, að ekki
væri tímabært að hverfa frá þeirri megin-
reglu fyrir inntöku í háskólann, að umsækj-
andi hefði lokið stúdentsprófi, enda hefði
heildarendurskoðun á inntökuskilyrðum
háskólans ekki farið fram. Umsóknir
kennaranna komu í kjölfar óljósrar og
ótímabærrar breytingar, sem gerð var síð-
astliðið vor á ákvæðum háskólalaga um