Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1973, Side 54

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1973, Side 54
52 Árbók Háskóla íslands Úr ræðu rektors við afhendingu prófskírteina 20. júní 1973 Mínusar hafa aldrei verið geðslegir, hvorki í augum kennara né nemenda. Þá verður oft að taka prófið upp aftur, jafnvel með undanþágu. En úti í lífsins skóla koma engir saman á formlegum fundi til að vega og meta mildilega málsástæður allar. Reynir þá á vináttu og hjálpfýsi manna, sem eru oft meiri en margur skyldi ætla. Er stórir hópar manna lenda í háska og vand- ræðum, sem verður stórefni í fréttamiðlun- um, kallar það fram víðtæk viðbrögð þjóða í milli. En vináttubrögð og hjálpsemi ein- staklinga á milli er annað og meira atriði. Þar er atriði sem stuðlar að lífsgildi og lífsgleði. Hafið ætíð hugfast, að útréttar hendur til styrktar og aðstoðar eru alls staðar í kringum oss. Nú þessa dagana hef ég oft leitt hugann að því, sem fyrir mig hefur borið, hversu margt ég hef séð og reynt. Og þá er ástæða fyrir mig að fyllast þakklæti til samferða- mannanna, hér og annars staðar. Því ferðalangar erum vér og ferðin tekur senn enda. Að hafa séð og skynjað erfðir nágranna- landanna hefur verið upplifun, sem lifir í minningunum. Manninum er eigi alls varn- að; hann er ekki ópersónulegur; hann hefur í sífellu afskipti af samferðamannin- um, og hann er ekki eins illa gerður inn við beinið og sumir hyggja, þegar syrtir að. Og hversu mörgu fögru hefur mannshugurinn ekki komið til leiðar; jafnvel sýnilegu, sem staðið hefur um kynslóðir. Hversu merki- legt er það ekki að skoða rústir Efesus- borgar á glampandi fögrum vordegi og sjá og skynja fortíðina, sjá marmarann með kroti manna frá því fyrir Krists burð. Rústir þessar eru yfirþyrmandi í glæsileika sfnum, þar eð þær eru svo til allar úr hvítum og gráhvítum marmara, sem endur- varpar skini og yl sólarinnar. Það sækja að manni margar undarlegar hugsanir, er far- ið er um Elís-sléttuna upp til Olympíu á Peloponnesosskaga, þar sem hinir frægu íþróttaleikir fóru fram endur fyrir löngu. Það er dásamlegt að ganga um á Akrópolis Aþenuborgar og renna huga að því, sem þar hefur skeð, þótt vart megi telja, að minni hyggju, að vagga lýðræðisins hafi staðið þar. Og það er ógleymanlegt að hafa séð þúsund ára gamlar kalkmyndir á Kýpur, sem eru svo vel varðveittar, að þær virðast gerðar í gær. Og nokkra þökk eiga lærifeður mínir í Kaupmannahöfn og Reykjavík skilið — svo eigi sé fastar að orði kveðið — fyrir að hafa opnað augu mín og hugskot fyrir hinu liðna og gert mér kleift að stauta í stakri áletrun frá þessum tíma. — Það er einkennilegt að standa og glápa á litla vínkúpu úr brenndum leir og glíma við einfalda áletrun: „Fídías á mig,“ hinn frægi listamaður. Og hversu oft hef ég ekki lesið svipað í gömlu íslensku handriti. En töpum oss eigi í hinu liðna, heldur horfum fram á veg. Stundið réttlætið. Eigi hið blinda miskunnarlausa réttlæti, sem birtist í gervi fornaldar, er Justitia er sýnd sem kona sem heldur á vogarskálum með annarri hendi, en er með bundið fyrir augun og heldur á hinu beitta og bitra sverði með hinni hendinni. Temprið réttlætið og beitið því með mildi. Þér munuð komast að raun um, að réttlætishugmyndin er eitt af því, sem er lífinu grundvöllur. Leitist við að vera rétt- lát. Það eitt er mikil mannraun. Minnist þess, að Pílatus gafst upp, er hann sagði: „Hvað er sannleikur?" Af mörgu er hægt að verða frægur, en hvert af oss vildi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.