Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1973, Side 54
52
Árbók Háskóla íslands
Úr ræðu rektors við afhendingu prófskírteina 20. júní 1973
Mínusar hafa aldrei verið geðslegir, hvorki
í augum kennara né nemenda. Þá verður
oft að taka prófið upp aftur, jafnvel með
undanþágu. En úti í lífsins skóla koma
engir saman á formlegum fundi til að vega
og meta mildilega málsástæður allar.
Reynir þá á vináttu og hjálpfýsi manna,
sem eru oft meiri en margur skyldi ætla. Er
stórir hópar manna lenda í háska og vand-
ræðum, sem verður stórefni í fréttamiðlun-
um, kallar það fram víðtæk viðbrögð þjóða
í milli. En vináttubrögð og hjálpsemi ein-
staklinga á milli er annað og meira atriði.
Þar er atriði sem stuðlar að lífsgildi og
lífsgleði. Hafið ætíð hugfast, að útréttar
hendur til styrktar og aðstoðar eru alls
staðar í kringum oss.
Nú þessa dagana hef ég oft leitt hugann
að því, sem fyrir mig hefur borið, hversu
margt ég hef séð og reynt. Og þá er ástæða
fyrir mig að fyllast þakklæti til samferða-
mannanna, hér og annars staðar. Því
ferðalangar erum vér og ferðin tekur senn
enda.
Að hafa séð og skynjað erfðir nágranna-
landanna hefur verið upplifun, sem lifir í
minningunum. Manninum er eigi alls varn-
að; hann er ekki ópersónulegur; hann
hefur í sífellu afskipti af samferðamannin-
um, og hann er ekki eins illa gerður inn við
beinið og sumir hyggja, þegar syrtir að. Og
hversu mörgu fögru hefur mannshugurinn
ekki komið til leiðar; jafnvel sýnilegu, sem
staðið hefur um kynslóðir. Hversu merki-
legt er það ekki að skoða rústir Efesus-
borgar á glampandi fögrum vordegi og sjá
og skynja fortíðina, sjá marmarann með
kroti manna frá því fyrir Krists burð.
Rústir þessar eru yfirþyrmandi í glæsileika
sfnum, þar eð þær eru svo til allar úr
hvítum og gráhvítum marmara, sem endur-
varpar skini og yl sólarinnar. Það sækja að
manni margar undarlegar hugsanir, er far-
ið er um Elís-sléttuna upp til Olympíu á
Peloponnesosskaga, þar sem hinir frægu
íþróttaleikir fóru fram endur fyrir löngu.
Það er dásamlegt að ganga um á Akrópolis
Aþenuborgar og renna huga að því, sem
þar hefur skeð, þótt vart megi telja, að
minni hyggju, að vagga lýðræðisins hafi
staðið þar. Og það er ógleymanlegt að
hafa séð þúsund ára gamlar kalkmyndir á
Kýpur, sem eru svo vel varðveittar, að þær
virðast gerðar í gær. Og nokkra þökk eiga
lærifeður mínir í Kaupmannahöfn og
Reykjavík skilið — svo eigi sé fastar að
orði kveðið — fyrir að hafa opnað augu
mín og hugskot fyrir hinu liðna og gert mér
kleift að stauta í stakri áletrun frá þessum
tíma. — Það er einkennilegt að standa og
glápa á litla vínkúpu úr brenndum leir og
glíma við einfalda áletrun: „Fídías á mig,“
hinn frægi listamaður. Og hversu oft hef ég
ekki lesið svipað í gömlu íslensku handriti.
En töpum oss eigi í hinu liðna, heldur
horfum fram á veg. Stundið réttlætið. Eigi
hið blinda miskunnarlausa réttlæti, sem
birtist í gervi fornaldar, er Justitia er sýnd
sem kona sem heldur á vogarskálum með
annarri hendi, en er með bundið fyrir
augun og heldur á hinu beitta og bitra
sverði með hinni hendinni.
Temprið réttlætið og beitið því með
mildi. Þér munuð komast að raun um, að
réttlætishugmyndin er eitt af því, sem er
lífinu grundvöllur. Leitist við að vera rétt-
lát. Það eitt er mikil mannraun. Minnist
þess, að Pílatus gafst upp, er hann sagði:
„Hvað er sannleikur?" Af mörgu er hægt
að verða frægur, en hvert af oss vildi