Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1973, Síða 122
120
Árbók Háskóla íslands
HÁTÍÐIR
Háskólahátíöir og athafnir til
brautskráningar kandídata
Háskólahátíð var haldin laugardaginn 25.
október 1969, og hófst hún kl. 2 síðdegis
með því að Björn Ólafsson, Jón Sen,
Ingvar Jónasson og Einar Vigfússon léku
þætti úr kvartett eftir J. Haydn. Rektor,
Magnús Már Lárusson hélt ræðu,
Stúdentakórinn söng undir stjórn Atla
Heimis Sveinssonar tónskálds, rektor
ávarpaði nýstúdenta, og einn úr þeirra
hópi flutti stutt ávarp. Samkomunni lauk
með því að viðstaddir sungu þjóðsönginn.
Háskólahátíð var haldin laugardaginn
24. október 1970, og hófst hún kl. 2
síðdegis með því að Björn Ólafsson, Jón
Sen, Ingvar Jónasson og Einar Vigfússon
léku íslenskan kvartett. Rektor, Magnús
Már Lárusson hélt ræðu, Stúdentakórinn
söng undir stjórn Atla Heimis Sveinssonar
tónskálds, rektor ávarpaði nýstúdenta, og
einn úr þeirra hópi flutti stutt ávarp.
Samkomunni lauk með því að viðstaddir
sungu þjóðsönginn.
Háskólahátíð var haldin laugardaginn
23.. október 1971, og hófst hún á söng
Stúdentakórsins undir stjórn Atla Heimis
Sveinssonar tónskálds. Rektor, Magnús
Már Lárusson hélt ræðu, og deildarforset-
ar lýstu kjöri heiðursdoktora, þeirra Lajos
Ordass og Magnúsar Más Lárussonar í
guðfræðideild, Anders Vinding Kruse,
Gunthers Beitzke, Stephans Hurwitz og
Svante Bergström í lagadeild, Einars
Haugen og Mikhails Steblin-Kaminskij í
heimspekideild og Gylfa Þ. Gíslasonar í
viðskiptadeild. Því næst ávarpaði rektor
nýstúdenta, formaður stúdentaráðs, stud.
theol. Gylfi Jónsson flutti ávarp, og Sin-
fóníuhljómsveit íslands flutti Akademísk-
an hátíðarforleik eftir Johannes Brahms
undir stjórn dr. Róberts A. Ottóssonar.
Allar ofangreindar háskólahátíðir fóru
fram í Samkomuhúsi háskólans við Haga-
torg (Háskólabíó). Ræður rektors, Magn-
úsar Más Lárussonar eru prentaðar í II-
kafla hér að framan.
Háskólahátíð var haldin laugardaginn 4.
nóvember 1972 í Samkomuhúsi háskólans,
og hófst hún kl. 2 síðdegis á því að Björn
Ólafsson og kammerhljómsveit Tónlistar-
skólans léku „Haustið“ úr Árstíðunum
eftir A. Vivaldi. Vararektor, Jónatan
Þórmundsson flutti ræðu í veikindaforföll-
um rektors, Stúdentakórinn söng undir
stjórn Herberts H. Ágústssonar við undir-
leik blásarakvartetts úr Sinfóníuhljómsveit
íslands, vararektor ávarpaði nýstúdenta,
einn úr hópi nýstúdenta flutti stutt ávarp,
og að lokum var þjóðsöngurinn sunginn.
Ræða próf. Jónatans Þórmundssonar er
prentuð í II. kafla hér að framan.
Athafnir til afhendingar prófskírteina
fóru fram í hátíðasal háskólans að loknu
haustmisseri og vormisseri ár hvert. Kaflar
úr ræðum rektors, Magnúsar Más Lárus-
sonar við þau tækifæri eru prentaðir í II-
kafla hér að framan.
Við athöfn þá sem haldin var 13. febrúar
1971 til afhendingar prófskírteina lýsti
deildarforseti læknadeildar, prófessor, dr.
Þorkell Jóhannesson, kjöri heiðursdokt-
ors, Jóns Steffensen, fyrrv. prófessors í
læknadeild. (Sjá ræðu rektors við það
tækifæri á bls. 34 hér að framan.)
Hóf vegna heimkomu handritanna
Að kvöldi sumardagsins fyrsta 1971 hafði
háskólinn boð inni fyrir sendinefnd danska
þjóðþingsins og sérstaka gesti ríkisstjórn-
arinnar.