Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1973, Qupperneq 126
124
Árbók Háskóla Islands
Tónmenntafyrirlestrar
16., 17., 19., 24., 25. og 26. maí 1972 flutti
dr. Hallgrímur Helgason, prófessor við
University of Saskatchewan í Kanada, op-
inbera fyrirlestra um tónmenntafræði í
boði heimspekideildar. Fyrirlestraröðin
nefndist „Ljóð- og lagmyndun á íslandi frá
landnámi til lýðveldis“. Fyrirlestrarnir
voru fluttir í I. kennslustofu.
Fyrirlestrar erlendra fræðimanna
Prófessor Torkel Opsahl frá Osló flutti
fyrirlestur í boði Háskóla íslands 9. sept-
ember 1969. Fyrirlesturinn nefndist „Mar-
kedsordning og lovgivning í Norden“.
Prófessor, dr. jur. Anders Vinding
Kruse frá Kaupmannahöfn flutti tvo fyrir-
lestra í boði lagadeildar Háskóla íslands
20. og 22. október 1969. Fyrri fyrirlestur-
inn nefndist „Erstatning og beskyttelsen af
privatlivets fred“, en sá síðari „Erstatning
for invaliditet og tab af forsprger".
Prófessor Angus Mclntosh frá Háskól-
anum í Edinborg flutti fyrirlestur í boði
Háskóla íslands 4. maí 1970. Fyrirlesturinn
nefndist “Thou and You in Shakespeare”.
Dr. med. Egill Snorrason flutti fyrirlest-
ur í boði Háskóla íslands 14. september
1970 um myndirnar í Ferðabók Eggerts og
Bjarna. Fyrirlesturinn nefndist „Lidt om-
kring illustrationerne til Eggert Ólafs-
sons og Bjarni Pálssons Islandsrejse“.
Dr. med. Povl Riis, yfirlæknir við Amts-
spítalann í Gentofte, Danmörku, flutti
fyrirlestur í boði Háskóla íslands 3. nóv-
ember 1970. Fyrirlesturinn nefndist „Klin-
iskvidenskabelige undersögelser. Metodo-
logi. Etik. Forskningspolitik“.
Dr. Sture Allén, dósent í norrænum
málvísindum við Gautaborgarháskóla,
flutti fyrirlestur í boði heimspekideildar
Háskóla Islands 21. maí 1971. Fyrirlestur-
inn nefndist „Synspunkter pá författar-
bestámning med sárskild hánsyn till Lax-
dæla“.
Dr. Valdimar J. Eylands, prestur í Kan-
ada, flutti fyrirlestur í boði Háskóla íslands
7. júní 1971. Fyrirlesturinn nefndist „Sjón-
arsvið sjötugs manns“.
Prófessor Mikhail Ivanovitsj Steblin-
Kamenskij frá Leningradháskólanum í
Sovétríkjunum, sem kjörinn var heiðurs-
doktor við heimspekideild Háskóla íslands
15. júlí 1971, var afhent doktorskjal sitt við
athöfn, sem fram fór í hátíðasal háskólans
4. des. 1971. Á eftir afhendingu doktors-
skjalsins flutti prófessor Steblin-Kamen-
skij fyrirlestur í boði háskólans. Fyrirlest-
urinn, sem var fluttur á íslensku, nefndist
„Sannleikur og hugsmíð í íslendingasög-
um“.
Dr. phil. Helena Kadecková, kennari í
norrænum málum og bókmenntum við
Karlsháskólann í Prag, flutti fyrirlestur í
boði Háskóla íslands 13. sept. 1971. Fyrir-
lesturinn, sem var fluttur á íslensku, nefnd-
ist „Upphaf íslenskra nútímabókmennta"
og fjallaði einkum um Hel Sigurðar Nor-
dals, Bréf til Láru eftir Þórberg Pórðarson
og Vefarann mikla eftir Halldór Laxness.
Prófessor, dr. phil. Margret Dietrich frá
Institut fur Theaterwissenschaft an der
Universitát Wien flutti fyrirlestur í boði
Háskóla íslands 18. sept. 1971. Fyrirlestur-
inn nefndist „Die Retheatralisierung im
XX. Jahrhundert", en hann var fluttur á
ensku. Prófessor Dietrich er forstöðumað-
ur og aðalkennari stofnunar Vínarháskóla í
leikhúsfræðum.
Prófessor, dr. phil. Semjon Masjinski
frá Gorki-bókmenntastofnuninni í Moskvu