Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1973, Qupperneq 132
130
Árbók Háskóla íslands
viðskiptadeildar úr hópi prófessora
deildarinnar, og er hann formaður, tveir
fulltrúar tilnefndir til tveggja ára af há-
skólaráði .. og tveir fulltrúar stúdenta í
almennum þjóðfélagsfræðum". Pá er
kveðið á um verkefni námsstjórnar, um
kennslugreinar, námseiningar og próf. —
Nefndin lauk störfum 13. ágúst 1970, rúm-
um þrem vikum eftir að hún var skipuð.
d. Reglugerð
Tillögur reglugerðarnefndar voru lagðar
fyrir háskólaráð í ágúst, og 3. september
1970 var kosin námsbrautarstjórn. í henni
áttu sæti prófessorarnir Ólafur Björnsson
(formaður), Björn Björnsson og Jónatan
Þórmundsson, lektorarnir Ólafur Ragnar
Grímsson og Þorbjörn Broddason, og
þjóðfélagsfræðinemarnir Bjöm Bjarnason
og Þórólfur Þórlindsson. Fyrsti bókaði
fundur námsstjómarinnar var haldinn 20.
nóvember 1970.
Er hér var komið sögu, hafði nám og
kennsla í þjóðfélagsfræðum staðið í einn
vetur, en aðeins sem tilraunastarfsemi.
Hóf nú námsbrautarstjórn að skipuleggja
nám vormisseris og nám 2. árs nema.
Háskólaráð fól Jónatan Þórmundssyni
prófessor að semja „drög að reglugerðar-
ákvæðum um námsbraut í almennum þjóð-
félagsfræðum", og voru þau lögð fram í
háskólaráði 5. nóvember 1970. Næsta vor,
7. apríl 1971, staðfesti forseti íslands, að
tillögu menntamálaráðherra, reglugerðar-
drögin í nær orðréttri mynd. Er reglugerð-
in birt hér á eftir.
e. Upphaf kennslu námsbrautar
Kennsla námsbrautar í almennum þjóðfé-
lagsfræðum hófst í upphafi haustmisseris
1970. Tveir lektorar voru skipaðir, dr.
Ólafur Ragnar Grímsson í stjórnmálafræði
og Þorbjörn Broddason, M.S.Sc., í félags-
fræði, báðir frá 15. september að telja, og
þrír stundakennarar ráðnir, Haraldur
Ólafsson, fil. lic., í mannfélagsfræði, K.
Guðmundur Guðmundsson (dósent í við-
skiptadeild) í tölfræði og Sigurjón Björns-
son, lic. és lettres, í sálarfræði. Próf.
Ólafur Björnsson kenndi hagfræði og próf.
Hans H. Plambeck (Fulbrightprófessor)
kenndi félagsfræði afbrigðilegs atferlis.
Tóku nú við daglegar annir, og náms-
brautarstjórn, er í áttu sæti fulltrúar kenn-
ara og nemenda auk stjórnarmanna, er
kjörnir voru af háskólaráði, fékkst við hin
ýmsu vandamál starfsins, og voru húsnæð-
ismál þar framarlega í flokki. — Greinir
nánar frá ýmsum þáttum máls í IX. kafla,
Köflum úr gerðabókum háskólaráðs, bls.
142—144.
Auglýsing
um staðfesting forseta íslands á breyt-
ingu á reglugerð nr. 76/1958 fyrir Há-
skóla íslands, með áorðnum breyt-
ingum
Forseti íslands féllst hinn 7. apríl 1971 á
tillögu menntamálaráðherra um að stað-
festa eftirfarandi breytingu á reglugerð nr.
76/1958 fyrir Háskóla íslands, með áorðn-
um breytingum:
1. gr.
Á eftir X. kafla komi nýr kafli, er verður
XI. kafli og hljóðar svo sem segir hér á
eftir, en núverandi XI. kafli verður XII.
kafli, og raðtölur lokagreina reglugerðar-
innar breytast í samræmi við það.