Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1973, Qupperneq 141
KAFLAR ÚR GERÐABÓKUM HÁSKÓLARÁÐS
Þau sýnishorn úr gerðabókum háskólaráðs
sem hér fara á eftir eru á engan hátt
tæmandi greinargerð um gerðir þess.
Dagsetningar merkja fundardaga háskóla-
ráðs.
I. Rektorsembættið og stjórn
háskólans
Rektorskjör 14. maí 1969
Ár 1969, miðvikudaginn 14. maí kl. 14, fór
fram kosning rektors til næstu þriggja ára.
Kjörfundinn sátu 39 prófessorar, 7 dósent-
ar og lektorar og 10 fulltrúar stúdenta.
Auk þess höfðu 3 prófessorar sent atkvæði
sín. Rektor Ármann Snævarr stýrði kjör-
fundi. Gerði hann í upphafi grein fyrir
þeim breytingum, sem orðið hafa á kosn-
ingarrétti við rektorskjör skv. lögum nr.
22, 12. maí 1969 um breytingar á háskóla-
lögum. Lagði hann jafnframt fram bréf
stúdentaráðs dags. 13. maí 1969, þar sem
tilkynnt var, hverjir væru kjörmenn stúd-
enta við þetta rektorskjör. Þá gat rektor
þess, að er hann hefði fallist á að taka
endurkjöri sem rektor 1966 hafi það verið
skýrt tekið fram af sinni hálfu, að hann
myndi ekki taka endurkjöri 1969. Þessa
afstöðu hefði hann oft ítrekað síðan, og því
væri hann ekki í kjöri að þessu sinni. Síðan
var gengið til atkvæða, og féllu þau sem
hér segir:
Prófessor Magnús Magnússon 24
atkvæði.
Prófessor Magnús Már Lárusson 22
atkvæði.
Prófessor Hreinn Benediktsson 12
atkvæði.
Einn seðill var auður.
Þar sem enginn fékk tilskilinn meirihluta
atkvæða, var kosið á ný milli þeirra, sem
flest atkvæði hlutu, og féllu atkvæði
þannig:
Prófessor Magnús Már Lárusson 29
atkvæði.
Prófessor Magnús Magnússon 26
atkvæði.
Auðir seðlar voru 2 og ógildir 2.
Rektor Árrnann Snævarr lýsti því þá
yfir, að prófessor Magnús Már Lárusson
væri réttkjörinn rektor Háskóla íslands frá
15. september þ. á. að telja til jafnlengdar
1972, og ávarpaði hinn nýkjörna rektor
nokkrum orðum.
Nýkjörinn rektor ávarpaði síðan fundar-
menn.
Kjörfundurinn fór fram á kennarastofu
háskólans og skrifstofu rektors.
Rektorskjör 14. maí 1972
Á kjörskrá voru 96 manns, 85 háskóla-
kennarar og 11 fulltrúar stúdenta. Kjör-
fund sóttu 62 háskólakennarar og 9 fulltrú-
ar stúdenta, en 6 háskólakennarar og 1
fuiltrúi stúdenta sendu skrifleg atkvæði.
Tóku því ails 78 þátt í rektorskjöri eða
81,25% atkvæðisbærra manna. í kjör-
stjórn voru Stefán Sörensson háskólaritari,
formaður, Erla Elíasdóttir aðstoðarháskóla-
ritari og Björn Helgason fulltrúi. At-
kvæði fél'u þannig, að Magnús Már Lárus-
son rektor hlaut 35 atkvæði, Þór Vil-
hjálmsson prófessor 23 atkvæði, Guð-
laugur Þorvaldsson prófessor 4 atkvæði,
Magnús Magnússon prófessor 3 atkvæði,
en 1 atkvæði hlutu prófessorarnir Gaukur
Jörundsson, Jónatan Þórmundsson, Sig-
urður Líndal og Sigurður Nordal. Auðir
seðlar voru 7 og ógildir 2. Þar sem enginn
fékk tilskilinn meirihluta, var gengið á ný
til atkvæða, og féllu þá atkvæði þannig: