Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1973, Page 153
Kaflar úr gerðabókum háskólans
151
Listskreyting bygginga
Samþykkt var að leita tii Sigurjóns Ólafs-
sonar myndhöggvara, Jóhannesar Jóhann-
essonar listmálara og Kristjáns Davíðs-
sonar listmálara um gerð listaverka í Lög-
berg og að verja einni milljón króna til
listskreytinganna. Jafnframt samþykkti
háskólaráð:
„Háskólaráð ályktar að verja árlega
hlutfallslega sömu upphæð til listskreyt-
inga háskólabygginga meðan fjárhagur
leyfir “ 8. febrúar 1973.
Félagsstofnun stúdenta
Félagsstofnun stúdenta veitt veðleyfi til
veðsetningar á húseignunum Aragötu 9 og
Bjarkargötu 6 vegna byggingar Félags-
heimilis stúdenta. j apríl
Hjónagarður.
Eftirfarandi tillaga rektors samþykkt:
Háskólaráð telur, að brýna nauðsyn beri
til, að bygging hjónagarðs, svo og annarra
bústaða fyrir stúdenta, geti hafist eins
skjótt og tök eru á. Ber því að hraða
athugun sem mest á því, hvernig hús þau
skuli staðsett. Háskólaráð lítur svo á, að
það fyrir sitt leyti eigi að stuðla að þeim
framkvæmdum með því að heimila, að hús
verði reist á lóðum háskólans í þessum
tilgangi á þeim stöðum þar sem hentugt
þykir frá sjónarmiði heildarinnar."
20. nóvember 1969.
Tillaga rektors og Guðlaugs Porvalds-
sonar:
„Háskólaráð samþykkir að veita Félags-
stofnun stúdenta 5 milljón króna framlag
af happdrættisfé til byggingar hjónagarðs.
Framlag þetta skal tengt minningu forsæt-
isráðherrahjónanna, Bjarna Benedikts-
sonar og Sigríðar Björnsdóttur, og dóttur-
sonar þeirra samkvæmt nánari ákvörðun
háskólaráðs í samráði við Félagsstofnun
stúdenta. Greiðsla framlagsins fari fram á
þremur næstu árum, hin fyrsta, 2 millj.
króna, í janúar 1971.“ Samþykkt sam-
hlÍóða- 27. ágúst 1970.
Teikningar af hjónagarði samþykktar.
9. september 1971.
Háskólaforlag
Eins og segir í Árbók 1968-69, bls. 43-44,
kaus háskólaráð á fundi sínum 14. ágúst
1969 sex manna nefnd til þess að kanna
grundvöll að forlagi til útgáfu vísindarita á
vegum háskólans. Tilnefndir voru prófess-
orarnir Trausti Einarsson, Hreinn Bene-
diktsson og Guðmundur K. Magnússon og
Ragnar Jónsson hrl. Tveir fulltrúar stúd-
enta skyldu vera í nefndinni.
Á fundi háskólaráðs 2. október 1969 var
lagt fram bréf Trausta Einarssonar, þar
sem hann skorast undan því að vera í
nefndinni. Var dr. Sigurður Þórarinsson
prófessor kjörinn í hans stað. (Framhald
málsins næstu árin er vafa orpið, en sjá
Árbók H.í. 1973-76, bls. 200, og um
kennslubókaútgáfu, sama rit, bls. 215.)
Bóksala stúdenta
Bréf Bóksölunnar, dags. 14. desember
1972, þar sem skýrt er frá því, að erlendar
skuldir Bóksölunnar nemi kr. 4 milljónum.
Farið fram á 1 milljón króna sem vaxta-
laust óafturkræft framlag. Samþykkt að
veita umbeðið vaxtalaust lán, 1 milljón
kr., til 10 ára.
14. desember 1972.