Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1973, Page 154
152
Árbók Háskóla íslands
Stúdentakórinn
Samþ. að veita Stúdentakómum kr. 92 000
úr Prófgjaldasjóði. (Svipuð framlög voru
veitt á næstu árum.) ,n , .
' 30. apríl 1970.
VI. Gjafir til háskólans
Gjöf Jóns Ólafssonar
Á háskólahátíð 16. júní 1972 var Jóni
Ólafssyni hrl. þökkuð stórhöfðingleg gjöf,
en hann gaf Háskóla íslands fasteignina
Suðurgötu 26 á liðnum vetri.
29. júní 1972.
Gjöf Þórbergs Þórðarsonar og Margrét-
ar Jónsdóttur
Rektor skýrði frá þeirri ákvörðun hjón-
anna Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar og
Margrétar Jónsdóttur að færa háskólanum
að gjöf þrjár íbúðir hér í borg til stofnunar
sjóðs, sem nota skal til að styrkja samn-
ingu og útgáfu íslenskrar samheitaorða-
bókar, rímorðabókar og íslenskrar stíl-
fræði. Gjafabréfið er dagsett 15. október
1970, svo og uppkast að skipulagsskrá.
22. október 1970.
Gjöf Sigríðar Björnsdóttur
Bréf forseta guðfræðideildar, dags. 2. apríl
1971, þar sem skýrt er frá minningargjöf
frú Sigríðar Björnsdóttur um systur hennar
Ragnheiði Björnsdóttur, er hún hefur gef-
ið guðfræðideild. 15. apríl 197L
Gjöf Jens Nörgaard
Jens Nörgaard dýralæknir hefur gefið
háskólanum þjóðfræðilega muni frá Afríku
samkv. bréfi sendiráðs íslands í Kaup-
mannahöfn, sbr. bréf mm. 16. september
1971
28. október 1971.
Bókagjöf Upplýsingaþjónustu Banda-
ríkjanna
Skýrt frá bókagjöf Upplýsingaþjónustu
Bandaríkjanna, alls 250 bindum.
25. nóvember 1971.
VII. Sjóðir og úthlutanir
Sáttmálasjóður
1970
Veittir voru 11 utanfararstyrkir háskóla-
kennara og 1 kandídatsstyrkur, hver að
upphæð kr. 15.000, samtals kr. 180.000.
Studia Islandica, útgáfustyrkur: kr.
20.000.
1971
Veittir voru 17 utanfararstyrkir háskóla-
kennara, hver að upphæð kr. 15.000, 1 að
upphæð kr. 14.000 og einn kandídatsstyrk-
ur að upphæð kr. 15.000, samtals kr.
284.000. Studia Islandica, útgáfustyrkur:
kr. 20.000.
1972
Veittir voru 24 utanfararstyrkir háskóla-
kennara, hver að upphæð kr. 30.000, sam-
tals kr. 720.000. Studia Islandica, útgáfu-
styrkur: kr. 30.000. Útgáfustyrkur vegna
eyðibýlarannsókna: kr. 65.000.
1973
Veittir voru utanfararstyrkir háskóla-
kennara sem hér segir: 2 styrkir að upphæð
kr. 60.000 hvor; 20 styrkir, hver að upp-
hæð kr. 40.000, og 14 styrkir, hver að
upphæð kr. 20.000, samtals kr. 1.200.000.
Þá voru veittir fimm rannsóknarstyrkir,
hver að upphæð 35-50.000 kr., samtals kr.
230.000, og ýmsir styrkir til sex stofnana,
samtals kr. 605.000.