Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1973, Síða 157
Kaflar úr geröabókum háskólans
155
í stjórn Félagsstofnunar stúdenta voru
kosnir Brynjólfur Sigurðsson lektor sem
aðalmaður og Jónatan Þórmundsson pró-
fessor sem varamaður.
16. desember 1971.
Kjörnir voru aðalfulltrúar í stjórn Fé-
lagsstofnunar stúdenta Björn Bjarnason,
cand. jur., Jón Magnússon, stud. jur., og
Friðrik Pálsson, stud. oecon.
13. janúar 1972.
Stefán Hilmarsson bankastjóri skipaður
af ráðherra í stjórn Félagsstofnunar stúd-
enta til tveggja ára frá 1. janúar 1972, til
vara Sigurbjörn Sigtryggsson. (Mm. 27. jan.
1972-) 10. febrúar 1972.
Ingólfur Hjartarson lögfræðingur hefur
verið ráðinn framkvæmdastjóri Félags-
stofnunar stúdenta frá 1. september 1973 í
stað Þorvarðar Örnólfssonar, er lætur af
því starfi. (Bréf Félagsstofnunar 25. júlí
1973') 23. ágúst 1973.
Lán til Bóksölu stúdenta
Háskólaráð felur rektor, með hliðsjón af
athugasemdum ríkisendurskoðunar, að
semja við Félagsstofnun stúdenta um, að
vaxtaákvæði verði sett í skuldabréf vegna
láns að fjárhæð 1 millj. kr., er háskólaráð
veitti Bóksölu stúdenta vaxtalaust hinn 14.
desember 1972. g nóvember 1973.
Trúnaðarlæknir
Varaforseti háskólaráðs, prófessor Jónat-
an Þórmundsson, vakti máls á því, að
Háskóli íslands hefði engan trúnaðar-
lækni. Samþykkti háskólaráð að beina því
til rektors að kanna málið
30. ágúst 1973.
X. Tengsl Háskóla íslands við innlendar
og erlendar stofnanir
A. Innlendar stofnanir
Rannsóknaráð ríkisins
Þessir menn voru kosnir í rannsóknaráð
ríkisins:
Aðalmenn: Magnús Magnússon prófess-
or, Sigurður Þórarinsson prófessor og dr.
Þorsteinn Sæmundsson. Varamenn: Guð-
mundur Sigvaldason, Þorbjörn Sigurgeirs-
son prófessor og Steingrímur Baldursson
prófessor. 27. nóvember 1969.
Iðnþróunarráð
Bréf iðnaðarráðuneytis, dags. 19. maí
1971, þar sem þess er óskað, að Háskóli
íslands tilnefni af sinni hálfu einn mann í
Iðnþróunarráð og annan til vara. Til-
nefndir voru Árni Vilhjálmsson prófessor,
og dr. Sigmundur Guðbjarnason prófessor
til vara. 3. júní 1971.
Rannsóknaraðstaða
Samningur milli Háskóla íslands og Orku-
stofnunar um starfsaðstöðu hjá Orkustofn-
un fyrir prófessor í raforkuverkfræði bók-
aður. Ráðuneytið samþykkir samning há-
skólans við Orkustofnun. (Mrn. 11. okt.
19"72.) 28. september, 19. október 1972.
Handritastofnun og handritaskipta-
nefnd
1 stjórn Handritastofnunar fslands voru
þessir menn kjörnir af hálfu háskólans:
Magnús Már Lárusson, Bjarni Guðnason
og Halldór Halldórsson. Varamenn voru
kosnir: Þórhallur Vilmundarson, Sveinn