Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1973, Page 159
Kaflar úr gerðabókum háskólans
157
British Council Universities Inter-
change Scheme
Bréf British Council, dags. 25.11.69, um
heimsókn bresks fyrirlesara til Háskóla
íslands var lagt fram á fundi háskólaráðs
18. desember 1969 og vísað til deilda. Á
fundi sínum 15. janúar 1970 samþykkti há-
skólaráð, að tillögu heimspekideildar, að
bjóða próf. Angus Mclntosh frá Edinborg-
arháskóla til fyrirlestrahalds hér. (Próf.
Angus Mclntosh kom til háskólans á vegum
British Council og hélt hér fyrirlestra vorið
1970. Hafði þá á ný tekist samband við
British Council, og héldu íslenskir fyrirlesar-
ar brátt til Bretlands til fyrirlestrahalds.
Sömuleiðis tók British Council á ný upp
styrkveitingar til íslenskra námsmanna til
framhaldsnáms. En síðan hefur ekki frekar
orðið úr.)
XI. Ýmislegt
íslandsalmanakið
Á fundi sínum 23. nóvember 1972 sam-
þykkti háskólaráð, að háskólinn taki form-
lega að sér útgáfu íslandsalmanaksins, sem
Þjóðvinafélagið hefur annast undanfarna
áratugi. Dr. Þorsteini Sæmundssyni falið
að sjá um útgáfu almanaksins, og annist
hann útreikning þess.
Nafngift jarðfræðahúss
Sigurður Steinþórsson lagði til með bréfi
dags. 9. október 1973, að atvinnudeildar-
húsinu gamla við Hringbraut verði gefið
nafnið Jarðfræðahúsið við Hringbraut.
Helga í öskustónni
Samþykkt var að veita Ríkisútgáfu náms-
bóka heimid til útgáfu á verkum
Steingríms Arasonar úr bókunum Helga í
öskustónni o. fl. gegn greiðslu á 30 000
kr., sem renni í Columbiasjóð.
(1. aprfl 1971.)
Gjöf Jóns Ólafssonar hrl.
Með gjafabréfi dags. 12. jan. 1972 afhenti
Jón Ólafsson hrl. fasteignina Suðurgötu 26
í Reykjavík, þar með talinn Skólabær. Skal
eign þessi vera ævarandi eign Háskóla
íslands og honum óheimilt að láta hana af
hendi. Gjafabréfið er í anda sameigin-
legrar erfðaskrár, dags. 9. jan. 1965, gerðrar
af gefanda og látinni konu hans, Margréti
Jónsdóttur. (Sjá ræðu rektors við athöfn til
afhendingar prófskírteina í júní 1972.)