Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1985, Blaðsíða 103
Verkfræði- og raunvísindadeild og fræðasvið hennar
101
Kristján Jónsson tekið þátt í því starfi. 1984
fékkst styrkur úr Vísindasjóði til að ör-
tölvuvæða Mössbauertækjakost stofunnar,
°g hefur Kristján Jónsson verkfræðinemi
unnið að því verki.
Tækjakostur til rannsókna í þéttefnis-
fræðum eflist mjög á þessu tímabili, og má
nefna í þessu sambandi kaup á 15 KW há-
tíðni-bræðsluofni og smíði á neistaskurðar-
vél. Hefur samvinna við Járnblendifélagið,
styrkir úr Vísindasjóði og eigin tækjasmíð á
stofunni ráðið mestu um þessa tækjavæð-
'ngu.
Praeðilegar rannsóknir
A stofunni hefur einkum verið unnið að
tveimur fræðilegum viðfangsefnum. Por-
steinn Vilhjálmsson dósent hefur á undan-
förnum árum fengist við rannsóknir á vís-
'ndasögu og vísindaheimspeki, og nú er að
koma út fyrra bindið í viðamiklu riti um
þetta viðfangsefni, en seinna bindið mun
koma út 1987. Riti þessu er ætlað að ná
hæði til lærðra og leikra á þessu sviði. Þeir
Ari Kr. Jónsson og Björn Þorsteinsson
hafa aðstoðað við ýmis tæknileg atriði
varðandi þessa útgáfu.
Einar H. Guðmundsson stjarneðlisfræð-
'ngur hefur unnið að rannsóknum á 3K-
geisluninni í heimsfræði (cosmology) og á
þróun nifteindastjarna. í rannsóknum sín-
unt hefur Einar haft nána samvinnu við
tannsóknarstofnunina NORDITA í Kaup-
ttannahöfn, auk tengsla við rannsóknar-
st°fur vestanhafs, þar sem Einar hefur
óvalið um lengri eða skemmri tíma á und-
anförnum þremur árum.
Geislamælingar og fjölteljarar
Em árabil hafa geislamælingar af ýmsu
tagi verið snar þáttur í starfi stofunnar, og
hefur Páll Theodórsson eðlisfræðingur haft
unisjón með þessum þætti. Á síðustu árum
hefur einkum verið unnið að því að þróa
afkastamikla og afar næma (lága núlltölu)
teljara, svonefnda fjölteljara, á stofunni.
Þetta verkefni er upprunalega sprottið úr
samvinnuverkefni við rannsóknarstofnun-
ina í Risö, Danmörku, en hefur síðar tekið
nokkuð sjálfstæða stefnu. Viðfangsefni
þetta er að hluta unnið fyrir styrk úr þróun-
arsjóði Rannsóknaráðs. Auk Páls hafa
unnið að þessu Páll Ólafsson eðlisfræðing-
ur, verkfræðingarnir Hilmar Skarphéðins-
son, Hólmgeir Guðmundsson og Sighvatur
Pálsson, auk stúdenta o.fl. aðstoðar-
manna.
Þá hefur verið unnið að því að koma upp
aðstöðu til aldursákvörðunar með geisla-
kolmælingum.
Orkurannsóknir
Þessar rannsóknir eru tvíþættar. Annars
vegar eru athuganir á hagkvæmni á fram-
leiðslu innlends eldsneytis, og hafa verið
gerðar tilraunir með að keyra 100 KW dísil-
vél á ammoníaki í samvinnu við háskóla í
Tennessee. Bragi Árnason prófessor hefur
haft umsjón með þessum rannsóknum á
stofunni, en auk þess tekur Valdimar K.
Jónsson prófessor, Verkfræðistofnun há-
skólans, þátt í þessu.
Annað verkefni á sviði orkurannsókna
eru tilraunir með nýtingu vindorku í
Grímsey, þar sem vindafli er breytt beint í
varmaafl með örtölvustýrðri vatnsbremsu.
Þetta verkefni er nú komið á lokastig og
nokkrar líkur á að hafin verði framleiðsla á
þessari gerð af myllum. Örn Helgason hef-
ur haft umsjón með þessu verki, en auk
hans hafa verkfræðingarnir Pétur Guð-
jónsson, Árni S. Sigurðsson, Marteinn
Sverrisson og Jón Sveinsson unnið að
þessu. Einnig má nefna tæknimenn stofn-
unarinnar og háskólans, þá Runólf Vald-
imarsson og Axel Sölvason.
Ljósfræðirannsóknir
Dr. Jón Pétursson eðlisfræðingur hefur
gert tilraunir með sýnilegt ljós og innrautt
ljós við leit að ormum og beinum í fisk-
holdi. Rannsóknarsjóður Rannsóknaráðs