Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1985, Blaðsíða 17

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1985, Blaðsíða 17
Ræður rektors Háskóla íslands 15 hafið valið námsgrein við ykkar hæfi og fáið starf á því sviði. Ég leyfi mér að setja fram þá tilgátu, að þeir lifi betur og lengur að jafnaði sem hafa ánægju af því sem þeir eru að gera. Menntun auðveldar aðlögun að nýjum störfum, og þekkingin ryður braut til sköp- unar nýrra atvinnutækifæra og breyttra starfshátta. Auknartómstundir verða eftir- sótt gæði, sem nýtast til lestrar og þekking- arleitar, en valda ekki hugarangri og sjálfs- eyðingu. Námið hefur kostað ykkur og fjölskyldur ykkar vinnu og fórnir. Ég óska ykkur öllum til hamingju með árangurinn og bið ykkur Guðs blessunar. Kveðjuávarp við rektoraskipti 15. september 1985 Háttvirtur menntamálaráðherra, kœru starfsfélagar, góðir gestir! Við erum hér saman komin í hátíðasaln- um á áramótum eftir tímatali háskólans: Nýtt háskólaár fer nú í hönd. Ekki hafa mótast fastir siðir um það, með hverjum hætti rektoraskipti skuli fara fram, en orðið hefur að ráði að efna til þeirrar athafnar sem hér verður haldin í dag. Býð ég ykkur öll hjartanlega velkomin til hennar. Þegar ég lýk máli mínu mun ég afhenda eftirmanni mínum, dr. Sigmundi Guð- bjarnasyni prófessor, tákn rektorsemb- ættisins. Þá mun hinn nýi rektor ræða um stefnumið og viðfangsefni næstu ára. Um leið og rektorskeðjan er flutt á form- legan hátt af einum hálsi á annan, er eðli- legt að við gerum okkur sem skýrasta grein fyrir stöðu stofnunarinnar. í því sambandi tel ég þó meira um vert að líta gjörhugulu auga fram á veginn en að horfa yfir sögu liðins tíma. Ég ætla mér því ekki að gerast margorður um liðna tíð yfirleitt eða það sem gerst hefur á rektorstíð minni undan- farin sex ár. Ég stytti mér leið í ræðunni með því að vísa ykkur fyrst og fremst á skýrslu, sem ég flutti háskólaráði í upphafi þessa árs, alm- anaksársins 1985, og birt er í Fréttabréfi Háskólans. Einnig vísa ég til ræðna minna á háskólahátíðum, sem birtar eru í Árbók- um Háskólans. Verk mín sem rektors verða úr þessu að tala sínu máli. En þótt ég ætli mér stutt mál en ekki langt við þetta tækifæri, kemst ég ekki hjá því að minnast á örfá atriði, sem ég tel skipta miklu máli fyrir háskólann. 1. Nemendum hefur fjölgað um 50%, eða um rösklega 1500 manns, frá 1979. Vöxturinn er meiri á þessum sex árum en á sextíu árum áður. Það var ekki fyrr en á há- skólaárinu 1970/71 sem heildarfjöldi nem- enda fór yfir 1500. Þrátt fyrir þröngan fjár- hag og margvíslega aðra erfiðleika hefur háskólanum tekist að taka við þessum nemendum án þess að komið hafi til upp- lausnar né alvarlegrar sundrungar. Þetta hefði ekki lánast án þolgæðis og þraut- seigju nemenda, kennara og starfsmanna. En háskólinn hefur ekki aðeins tekið við fleiri nemendum. Hann hefur líka fært út kvíarnar á ýmsa vegu. 2. Rannsóknir í sjálfstæðum vísindum hafa eflst og einnig þjónusturannsóknir. Samstarf við atvinnulífið í landinu á sviði rannsókna og þróunar atvinnuverkefna hefur orðið miklu meira en áður var. Um leið hefur fyrirtækjum háskólans fjölgað og þau eflst og sjóðir hans vaxið að raunveru- legum verðmætum. 3. Samningar hafa verið gerðir við er- lenda háskóla, og fela þeir í sér aukin tæki- færi nemendum til handa, en taka einnig til kennaraskipta og sameiginlegra rannsókn- arverkefna. Þetta er að sjálfsögðu ein af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260
Blaðsíða 261
Blaðsíða 262
Blaðsíða 263
Blaðsíða 264
Blaðsíða 265
Blaðsíða 266
Blaðsíða 267
Blaðsíða 268
Blaðsíða 269
Blaðsíða 270
Blaðsíða 271
Blaðsíða 272
Blaðsíða 273
Blaðsíða 274
Blaðsíða 275
Blaðsíða 276
Blaðsíða 277
Blaðsíða 278
Blaðsíða 279
Blaðsíða 280
Blaðsíða 281
Blaðsíða 282
Blaðsíða 283
Blaðsíða 284
Blaðsíða 285
Blaðsíða 286
Blaðsíða 287
Blaðsíða 288

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.