Hugur - 01.01.1996, Side 18

Hugur - 01.01.1996, Side 18
16 Kristján Kristjánsson reglan um tvenns konar afleiðingar. En skyldi okkur ævinlega vera í lófa lagið að greina á milli þessara tvenns konar skyldna? Hví rakst til dæmis ekki taumhaldsskylda gagnvart eina verkamanninum í 3 (sögunni um járnbrautarvagninn) á við verknaðarskylduna að bjarga hinum fimm sem voru hvort eð er dauðans matur að öðru óbreyttu? Átti söguhetjan þá nokkuð að grípa í handfangið? Meinið er að það virðist oft og tíðum, ef ekki alltaf, vera undir hælinn lagt hveiju við lýsum sem skyldu til verknaðar og hveiju sem skyldu til taumhalds. Hér má vísa í tvær gamlar og þekktar klípusögur til viðbótar: um Sophie sem varð að velja á milli þess að fórna öðru barninu sínu en halda hinu og þess að nasistar káluðu báðum - og um gíslinn sem hryðjuverkamaður lofaði að yrði sleppt ásamt öðrum í sama hópi ef hann skyti fyrst einn samgísl sinn; ella yrði hópnum öllum tortímt. Nú spyr ég: Tókust á hjá Sophie taumhaldsskyldan að merkja ekki annað barn sitt dauðanum og verknaðarskyldan að reyna að hjálpa eigin afkvæmum í neyð (eins og sumir myndu halda fram) eða tvær taumhaldsskyldur: að senda ekki bæði börnin í opinn dauðann og að senda annað þangað? Fyrri túlkunin þýðir að val Sophie, sem við þekkjum úr bókinni og bíómyndinni, hafi verið rangt; hin síðari að það hafi verið rétt. Og stóð val gíslsins milli taumhaldsskyldunnar að drepa ekki félaga sinn og verknaöarskyldunnar að bjarga hópnum15 eða milli tveggja taumhaldsskyldna: að verða þess ekki valdandi annars vegar að einn dæi og hins vegar að hópurinn allur færist? Ekki veit ég það. Vitið þið það? Einhver kynni að benda á, þegar hér er komið sögu, að fyrri túlk- unin hljóti að vera rétt í báðum tilvikum þar sem taumhaldsskyldum fylgi aðgerðaleysi, að halda að sér höndum, en verknaðarskyldum aðgerð; það felist einfaldlega í skilgreiningunni á þessum ólíku skyld- um. Annars vegar láti maður hjá líða að gera öðrum mein, með athafnaleysi sínu, í hinu grípi maður til aðgerðar til að liðsinna þeim. En þessi tillaga strandar á tvennu. Annað er að skilin milli aðgerðar og aðgerðaleysis eru yfirleitt ekki djúptækrar siðlegrar merkingar: Það er naumast allur munur á því annars vegar að drekkja ífænda sínum til 15 Sem væri m.a. túlkun Foot, sjá hliðstætt dæmi í sama riti, bls. 28-29, og í ritgerð hennar, „Utilitarianism and the Virtues", Mind, 94 (1985), bls. 206.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.