Búnaðarrit - 01.12.1921, Side 30
228
BÚNAÐARRIT
Nefndin er garðyrkjuráðunautnum sammála um nauð-
syn pess að hann liafi bústað í gróðrarstöðinni vegna
eftirlitsins með henni. Forstjóri fóðurræktartilrauna
heíir og getið þess við nefndina að hann áliti sjer
nauðsyn að hafa herbergi til afnota í gróðrarstöðinni,
bæði til nokkurra ritslarfa og til starfa við fræ, en
þessu myndi að áliti nefndarinnar mega koma í fram-
kvæmd, ef breyting yrði gerð á verkfærahúsiuu.
Af framantöldum ástæðum telur nefndin æskilegt, að
hægt væri að gera umrædda húsabreytingu og leggur
því til að málinu sje visað til fjárhagsnefndar til frek-
ari athugunar. [Sjá frh. á þingskj. X].
7. Um grasí'rærsekt.
Pótt reynsla sú sem fengin er í gróðrarstöðvunum og
hjá bændum um sáningu útlends grasfræs hjer á landi,
hafi sýnt að slíkt getur vel gefist, og sáðgrasræktin verið
arðvænleg álíka og venjuleg grasrækt, þá tel jeg þó Sjálf-
sagt að nú verði á næstu árum og svo framvegis gerð
gangskör að þvi að safna innlendu grasfræi, og gerður
undirbúningur til þess að koma upþ innlendum grasfræ-
ræktarstöðvum, á nokkrum þeim stööum, auk gróðrarstöðv-
anna, sem ætla má að til þess sjeu best fallnir, og frærækt-
inni komið í það horf að fræþörfum bænda verði fullnægt.
Jeg geng út frá því sem gefnu að með vaxandi nýyrk-
ingu fari sáðgrasrækt mikið vaxandi í náinni framtíö og
þar með fræþörfin, og að þess vegna þurfi að fjölga fræ-
ræktarstöðvunum og stækka þær þegar fram í sækir. En
meðan alt er á fyrsta tilraunastigi nægir að vinna að þessu
í smáum stíl, en undirbúa þó jafnframt að hægt sje að
færa út kviarnar, þegar þörfin kailar og undirstöðureynsl-
an er fengin, enda gefi hún góðar vonir um æskilegan ár-
angur til eílingar grasræktinni. í þessu skyni þarf þá aö
vinna að því í sumar að safna innlcndu fræi af bestu fóð-
urtegundunum, í framhaldi af þeirri smávægilegu byrjun
sem gerð var síðasta sumar. (Fræið, sem þá var safnaö
er nú verið að reyna).