Búnaðarrit - 01.12.1921, Qupperneq 31
BÚNAÐARfllT
229
Af fræinu sem safnast ætlast jeg svo til að ræktað verði
fræ og aukið á þann hátt, fyrst og fremst í gróðrarstöðv-
unum hjer og á Akureyri, á bændaskólunum og á minsta
kosti einum stað sunnanlands og einum austanlands, og
legg til, meðan þeir sem þetta taka að sjer eru slikri rækt-
un alls óvanir verði aðeins höfð ein (eða tvær) frætegundir
á hverjum stað utan gróðrarstöðvanna, og sjeu í byrjun
hafðir aðeins 100 faðrnar á hverjum stað til fræræktar-
innar. Búnaðarfjelagið leggi til girðingarefni um þessa reiti
og tilbúinn áburð, það eigi girðingarnar og fræið sem
aflast.
Kostnað við þetta áætla jeg kr. 1,50 fyrir hvern faðm í
fræræktarreitnum, og þyrfti þá, á fjárhagsáætlun Búnaðar-
fjelagsins fyrir næsta ár, að ætla minst 600 krónur til fræ-
ræktarreitanna. Með því að koma á innlendri frærækt vinst
það tvent, að þá yrði fullnægt, að nokkru eða öllu leyti,
grasfræsþörfunum með innlendri framleiðslu og innkaup
spöruð, og í öðru lagi það sem meira er um vert, að telja
má víst, ef hjer fæst fullþroskað grasfræ, að innlenda gras-
fræið, ræktað af þeim stofnum, sem hjer eru landvanir og
mótaðir af náttúrufari landsins, mundi reynast hjer betur
en útlenda grasfræið, minsta kosti sumar tegundirnar, eink-
um ef jafnhliða fræræktinni væru úrval og kynbætur.
Ef svo skyldi reynast, að ekki fengist hjer fullþroskað
grasfræ, eða fræræktin yrði mjög stopul, þá vil jeg benda
á þá leið, að fræið, sem safnað er út um hagann eða í
túnum verði selt til nágrannalandanna, til fræræktar þar í
mildara loftslagi, þar sem betri skilyrði eru fyrir því að
það geti náð fullum þroska, og fara i þessu að dæmi ann-
ara þjóða, sem við kalt loffslag eiga að búa, er oft senda
sína stofna til fræræktar í mildara loftslagi, og fá fræið á
þann hátt betur þroskað en í sinu heimalandi, en þó með
öllum þess náttúrlegu cinkcnnum. M. Slefánsson.
8. Um fóðnrræktnnartilraunir.
Aliir þeir, sem láta sjer ant um íslenskan landbúnað og
nokkuð hugsa um framtið hans eru á einu máli um það,